Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Vísir/Anton Marinó Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“ Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira