Múslimar deila um Ýmishúsið: „Þessi félög eiga ekki samleið“ Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 16:15 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Vísir/Anton Marinó Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“ Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Menningarsetur múslima skuli borið út úr Ýmishúsinu við Skógarhlíð 20. Stofnun múslima, eigandi húsnæðisins, lagði fram aðfararbeiðni í febrúar en málið er einn flötur á langvarandi deilum milli félaganna tveggja.Mbl.is greindi fyrst frá úrskurðinum. Stofnun múslima á og rekur Ýmishúsið þar sem Menningarsetrið hefur verið til húsa undanfarin ár. Að stærstu leyti sami hópur fólks skipaði stjórn beggja félaganna þar til í lok árs 2014 þegar ný stjórn tók við Menningarsetrinu í nokkurs konar hallarbyltingu.Ekki er um að ræða sömu hallarbyltingu og varð innan Félags íslenskra múslima árið 2015 og Vísir fjallaði um á sínum tíma.Segir félagið ekki hafa farið eftir samningi sem það taldi í gildi Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu. Húsaleigusamningur var útbúinn 20. desember 2012 en til er annar samningur, dagsettur daginn eftir, sem fellir þann fyrri úr gildi. Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Stofnunar múslima, segir fyrri samninginn aðeins hafa verið hugsaðan sem drög og að aldrei hafi verið farið eftir honum. Það sjáist til dæmis á því að Menningarsetrið hafi ekki greitt krónu í leigu á húsnæðinu undanfarin ár, líkt og kveðið sé á um í samningnum.Frá Ýmishúsinu í lok Ramadan. Aðfararbeiðni Stofnunar múslima, sem héraðsdómur hefur fallist á, byggði á því að enginn samningur væri í gildi um afnot Menningarsetursins af húsnæðinu.Vísir/Andri Marinó„Það orkar auðvitað tvímælis að þú getir borið fyrir þig einhverjum samningi sem þú ferð síðan ekki eftir sjálfur,“ segir Gísli.Töldu yngri samninginn falsaðan Málatilbúnaður Menningarsetursins byggði hins vegar á því að leigusamningurinn frá 20. desember væri enn í gildi. Ekki náðist í lögmann Menningarsetursins við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt þeim málsástæðum sem reknar eru í úrskurði héraðsdóms, sem fréttastofa hefur undir höndum, virðist Menningarsetrið telja að yngri samningurinn, „hin svokallaði samningur frá 21. desember,“ sé falsaður.Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima.Mynd/Karim AskariÞar segir meðal annars að sá samningur hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir að Karim Askari, framkvæmdastjóra Stofnunar múslima, var vikið úr stjórn Menningarsetursins í hallarbyltingunni í desember 2014. Vill Menningarsetrið meina að einsýnt sé að ekki hafi verið skrifað undir þennan samning fyrr en eftir að Karim hætti störfum.Útvarpsþátturinn Harmageddon fjallaði um brottrekstur Karims úr stjórn Menningarseturs múslima og deilur hans við Ímam setursins í janúar síðastliðnum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Karim hefði útbúið yngri samninginn löngu eftir að sá fyrri var gerður og dagsett hann aftur í tíma. Ekki þótti heldur sannað að undirskriftir á yngri samningnum væru falsaðar. Mbl.is hafði eftir lögmanni Menningarsetursins í gær að úrskurður héraðsdóms yrði kærður til Hæstaréttar. Gísli segir það nú til skoðunar hvort beðið verði eftir slíkri kæru áður en málið fer til sýslumanns. Ljóst er að deilum félaganna tveggja er hvergi nærri lokið. „Þessi tvö félög eiga ekki samleið,“ segir Gísli. „Fasteignareigandinn vill nýta fasteignina í annað en mosku fyrir einhvern fámennan hóp. Þeir vilja nýta þetta miklu meira í þágu arabasamfélagsins alls, ekki bara á trúarlegum grunni heldur líka menningarlegum.“
Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira