Þessi mynd er of dónaleg fyrir Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2016 18:36 Á bolunum má sjá teiknaða mynd af geirvörtum. Sú mynd sem sjá má hér að ofan þykir of dónaleg fyrir Facebook. Þetta voru skilaboðin sem landssamtökin Göngum saman fengu frá tæknirisanum eftir að forsvarsmenn samtakanna höfðu keypt auglýsingar á Facebook til þess að vekja athygli á fjáröflunargöngum samtakanna sem fram fara víðsvegar um land á sunnudaginn. Samtökin hafa í gegnum tíðina selt varning í fjáröflunargöngunum sem eru stærsta einstaka fjáröflunarleið félagsins sem hafa í gegnum tíðina veitt um 60 milljónum til vísindarannsókna en samtökin styrkja rannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins.Facebook með forrit sem leitar að kvenmannsbrjóstum Í ár hannaði Lóa Hjálmýsdóttir mynd sem notuð er á bolum, höfuðklútum og innkaupapokum. Á myndinni má sjá tvær konur og sést vel í geirvörtur kvennanna. Þetta virðist vera of gróft fyrir Facebook sem tók út allar þær auglýsingar sem samtökin höfðu keypt á Facebook til að auglýsa gönguna. „Okkur er sagt að Facebook sé með einhverskonar forrit sem leitar að kvenmannsbrjóstum,“ segir Margrét Baldursdóttir, ein af forsvarsmönnum Göngum saman. Hún segir að samtökin hafi keypt auglýsingar og notað þá mynd sem sést hér að ofan. Í dag hafi þau hinsvegar fengið þau skilaboð sem sjá mér að neðan frá Facebook um að ekki væri leyfilegt að auglýsa klámefni á samfélagsmiðlinum. Skilaboðin sem samtökin fengu frá Facebook um að ekki mætti auglýsa klámefni. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.„Við erum ekki alveg nógu ánægð með að vera í þessum flokki en við tökum þessu nú ekki sérlega þungt vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst að við séum ekki að dreifa klámefni,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Ekki nóg að setja gul strik til þess að fela geirvörturnar Eftir að skilaboðin bárust frá Facebook og auglýsingin var tekin niður var reynt að bæta úr því með því að draga gult strik yfir geirvörturnar. Það var hinsvegar ekki nóg en þær auglýsingar voru einnig teknar niður af Facebook. Svo virðist sem að Facebook hafi einfaldlega bannað samtökunum að auglýsa á Facebook, með eða án geirvartna. Þetta var heldur ekki nógu gott fyrir Facebook.„Við reyndum þá að setja þessi gulu strik yfir til þess að laga málið. Það var ekki nóg. Svo prófuðum við að setja mynd af bara einhverju. Við prófuðum að setja mynd af flöskustút en það gekk ekki. Þá eru samtökin okkar, Göngum saman, bara bönnuð sem auglýsandi. Við erum algjörlega út í kuldanum hjá þessu fyrirtæki af því að við erum soddan dónar,“ segir Margrét í nokkuð gamansömum tóm en undirbúningur fyrir fjáröflunargöngur samtakanna, sem fara fram á sunnudaginn, er í fullum gangi. Göngum saman eru landssamtök sem styrkja rannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins. Á undanförnum árum hafa samtökin veitt um 60 milljónum til vísindarannsókna en Mæðradagsgöngurnar eru stærsti einstaki fjáröflunarviðburður félagsins. Fara þær fram á Mæðradaginn, sem er næstkomandi sunnudagur, á 16 stöðum á landinu. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Sú mynd sem sjá má hér að ofan þykir of dónaleg fyrir Facebook. Þetta voru skilaboðin sem landssamtökin Göngum saman fengu frá tæknirisanum eftir að forsvarsmenn samtakanna höfðu keypt auglýsingar á Facebook til þess að vekja athygli á fjáröflunargöngum samtakanna sem fram fara víðsvegar um land á sunnudaginn. Samtökin hafa í gegnum tíðina selt varning í fjáröflunargöngunum sem eru stærsta einstaka fjáröflunarleið félagsins sem hafa í gegnum tíðina veitt um 60 milljónum til vísindarannsókna en samtökin styrkja rannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins.Facebook með forrit sem leitar að kvenmannsbrjóstum Í ár hannaði Lóa Hjálmýsdóttir mynd sem notuð er á bolum, höfuðklútum og innkaupapokum. Á myndinni má sjá tvær konur og sést vel í geirvörtur kvennanna. Þetta virðist vera of gróft fyrir Facebook sem tók út allar þær auglýsingar sem samtökin höfðu keypt á Facebook til að auglýsa gönguna. „Okkur er sagt að Facebook sé með einhverskonar forrit sem leitar að kvenmannsbrjóstum,“ segir Margrét Baldursdóttir, ein af forsvarsmönnum Göngum saman. Hún segir að samtökin hafi keypt auglýsingar og notað þá mynd sem sést hér að ofan. Í dag hafi þau hinsvegar fengið þau skilaboð sem sjá mér að neðan frá Facebook um að ekki væri leyfilegt að auglýsa klámefni á samfélagsmiðlinum. Skilaboðin sem samtökin fengu frá Facebook um að ekki mætti auglýsa klámefni. Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.„Við erum ekki alveg nógu ánægð með að vera í þessum flokki en við tökum þessu nú ekki sérlega þungt vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst að við séum ekki að dreifa klámefni,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Ekki nóg að setja gul strik til þess að fela geirvörturnar Eftir að skilaboðin bárust frá Facebook og auglýsingin var tekin niður var reynt að bæta úr því með því að draga gult strik yfir geirvörturnar. Það var hinsvegar ekki nóg en þær auglýsingar voru einnig teknar niður af Facebook. Svo virðist sem að Facebook hafi einfaldlega bannað samtökunum að auglýsa á Facebook, með eða án geirvartna. Þetta var heldur ekki nógu gott fyrir Facebook.„Við reyndum þá að setja þessi gulu strik yfir til þess að laga málið. Það var ekki nóg. Svo prófuðum við að setja mynd af bara einhverju. Við prófuðum að setja mynd af flöskustút en það gekk ekki. Þá eru samtökin okkar, Göngum saman, bara bönnuð sem auglýsandi. Við erum algjörlega út í kuldanum hjá þessu fyrirtæki af því að við erum soddan dónar,“ segir Margrét í nokkuð gamansömum tóm en undirbúningur fyrir fjáröflunargöngur samtakanna, sem fara fram á sunnudaginn, er í fullum gangi. Göngum saman eru landssamtök sem styrkja rannsóknir sem miðast að því að skilja betur uppruna og eðli brjóstakrabbameins. Á undanförnum árum hafa samtökin veitt um 60 milljónum til vísindarannsókna en Mæðradagsgöngurnar eru stærsti einstaki fjáröflunarviðburður félagsins. Fara þær fram á Mæðradaginn, sem er næstkomandi sunnudagur, á 16 stöðum á landinu.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira