Vilja ekki fólk í gámum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Húsnæðisskortur í Vík í Mýrdal er fylgifiskur aukins ferðamannafjölda. Sveitarstjórinn segir fjármagni ekki rétt skipt til uppbyggingar. vísir/Friðrik „Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira