Árni Páll hættur við framboð til formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 14:56 Árni Páll Árnason tilkynnti á fimmtudaginn í síðustu viku að hann ætlaði að gefa kost á sér á nýjan leik. vísir/vilhelm Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka. Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Árni Páll Árnason mun ekki gefa kost á sér til formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í júní. Þetta tilkynnti hann í dag. Frestur til að skila inn framboði rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji menn taka þátt í kjörinu. Oddný G. Harðardóttir og Helgi Hjörvar hafa skilað inn framboðum. „Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins,“ segir í bréfi sem Árni Páll sendi frá sér um þrjúleytið. Ekki náðist í Árna Pál við vinnslu fréttarinnar.„Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði.“ Skoðanakönnun fréttastofu 365 um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýndi 8,4% stuðning landsmanna til Samfylkingarinnar. Flokkurinn hlaut 12,9% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum árið 2013. Ungir jafnaðarmenn lýstu yfir skoðun sinni í gær að enginn sitjandi þingmaður ætti að verða næsti formaður flokksins. Þannig vildu þeir tryggja endurnýjun í þingflokknum.Skilaboð Árna Páls í heild Kæru vinir og samherjar. Undanfarna viku hef ég rætt við flokksfólk og undirbúið formannskjör, skipulagt kosningabaráttuna og safnað undirskriftum meðmælenda um allt land. Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við hugmyndina um opinn, fjölbreyttan flokk sem tekur sér stöðu í miðju samfélagsins og berst hönd í hönd með verkalýðshreyfingunni fyrir félagslegu réttlæti, jöfnum tækifærum, einstaklingsfrelsi og öllu því sem máli skiptir fyrir venjulegt fólk. Það er sú hugmynd sem hefur dregið mig áfram alla tíð. En ég get ekki horft framhjá því að um þessa sýn og um mína persónu er ekki eining og atburðarásin á og frá síðasta landsfundi vekur mér efasemdir um að sú eining geti skapast með mig sem formann. Mín byði því erfið barátta, innan flokks sem er í sárum, sem enginn veit hverju myndi skila. Í bréfi til Hannibals árið 1949 lýsti Gylfi Þ. Gíslason því að tiltekinn árangur hefði getað náðst í baráttu þeirra félaganna fyrir nýjum og betri stjórnmálum „ef ég hefði sjálfur getað gengið til verks með þeim dugnaði og því ofstæki sem ég á ekki til.“ Mér er nú líkt farið og Gylfa var þá. Staða flokksins er óásættanleg. Sem fyrr vara ég flokksfólk við að halda að á henni séu einfaldar lausnir. En hugsjónir jafnaðarmanna þurfa samhentan og skynsaman flokk sem ber þær fram og persónur geta ekki staðið þeim framar. Ég hef því ákveðið að bjóða mig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins. Ég er óendanlega þakklátur öllu stuðningsfólki mínu um land allt fyrir stuðning og hvatningu. Þjóðin á skilið að eiga öflugan jafnaðarflokk, sem styður þann formann sem flokksmenn velja til forystu í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ég mun gera mitt til að svo verði. Vonandi birtist sá flokkur þjóðinni 4. júní næstkomandi og sýnir sig tilbúinn til verka.
Alþingi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira