Múslimi kosinn sem borgarstjóri í London Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. maí 2016 07:00 Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Sadiq Khan vann fyrstu umferð borgarstjórnarkosninganna í Lundúnum. Í frétt Sky segir að tölfræðilega ómögulegt sé fyrir Khan að tapa seinni umferðinni. Khan, sem er frambjóðandi Verkamannaflokksins, bar sigurorð af Zac Goldsmith, frambjóðanda Íhaldsflokksins. Khan fékk 44 prósent atkvæða og Goldsmith 35. Kosið var í fjölda sveitarfélaga í Bretlandi í gær. Verkamannaflokkurinn var sigursælastur og Íhaldsflokkurinn var í öðru sæti. Frjálslyndir demókratar og þjóðernisflokkurinn UKIP sóttu einnig nokkuð á. Reiknað var með að Verkamannaflokkurinn fengi slæma útreið í kosningunum sem yrði prófsteinn á stöðu Jeremy Corbyn. Stjórnmálaskýrendur telja að Corbyn hafi rétt sloppið fyrir horn eftir góðan árangur flokksins í London og Wales þó að hann hafi goldið afhroð í Skotlandi.Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins fagnaði sigri í gær þó að flokkurinn hafi misst meirihluta á þinginu.vísir/gettyÞá var kosið til þjóðþinga í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi. Skoski þjóðarflokkurinn missti meirihluta sinn á þinginu þrátt fyrir yfirburðasigur. Flokkurinn er einungis tveimur þingsætum frá meirihluta. Ljóst er að flokkurinn mun halda áfram að fara með stjórnartaumana í Skotlandi. Reiknað var með að flokkurinn myndi freista þess að koma þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands aftur á dagskrá en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, fór hljótt með það loforð í sigurræðu sinni þegar ljóst var að þjóðarflokkurinn hafði misst meirihluta sinn. Í Wales vann Verkamannaflokkurinn yfirburðasigur, tveimur sætum frá hreinum meirihluta. Þá þóttu það tíðindi að UKIP fékk sjö menn kjörna. Þegar þessi frétt var skrifuð var enn verið að telja atkvæði í kosningum um norður-írska þingið og of snemmt að tilgreina sigurvegara.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent