Fótbolti

Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri fyrir þeirra þátt í árangrinum.
Heimir þakkaði Óla Jó og Pétri fyrir þeirra þátt í árangrinum. Vísir/Anton Brink
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, nýtti tækifærið á fjölmennum blaðamannafundi í Laugardalnum í dag til að líta yfir farinn veg. Minntist hann meðal annars á að þeir Lars hefðu fengið góðan hóp ungra manna í hendurnar. Leikmenn sem voru ekki bara ungir og efnilegir heldur voru sumir hverjir komnir með dýrmæta reynslu.

Heimir sagði að þakka þyrfti Ólafi Jóhannessyni og Pétri Péturssyni, forverum Heimis og Lars, fyrir að hafa tekið af skarið og gefið leikmönnunum tækifæri. Þar má nefna leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Sigurðsson og Kolbein Sigþórsson.

Ólafur og Pétur stýrðu landsliðinu í tveimur undankeppnum, undankeppni HM í Suður-Afríku 2010 og EM í Póllandi og Úkraínu 2012.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×