Geir: Draumurinn er yfirbyggður leikvangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 14:11 Geir Þorsteinsson vill yfirbyggðan völl. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sambandins í dag að þýska fyrirtækið Lagardere hefur verið ráðið af KSÍ til að gera hagkvæmnisáætlun fyrir framtíð Laugardalsvallar. Lagardere hét áður Sport 5 en þessi þýski fjölmiðla- og íþróttarisi hefur lengi verið í samstarfi við KSÍ og séð um sjónvarpsréttarmál til lengri tíma. KSÍ fékk Borgarbrag, leitt af Pétri Marteinssyni, fyrrverandi landsliðsmanni, og Guðmundi Kristjáni Jónssyni, til að gera forhagkvæmnisáætlun fyrir sambandið og sú skýrsla leiddi til þess að KSÍ vill gera formlega athugun á því hvort hagkvæmt sé að byggja upp nýjan leikvang í Laugardalnum. "Það er alveg ljóst að við höfum ekki þekkingu á Íslandi til að gera þetta og þess vegna leitum við til alþjóðlegra aðila," sagði Geir og vitnaði til Lagerdere, en tveir yfirmenn fyrirtækisins sátu fundinn. "Við vonumst til að fá leikvang sem mætir nútímakröfum til knattspyrnu en einnig leikvang sem getur tekið að sér ýmsa aðra viðburði; svokallaðan fjölnota leikvang. Skýrsla Borgarbrags sýndi að það var skynsamlegt að halda áfram með þetta verkefni og það ætlum við að gera."Laugardalsvöllur gæti tekið miklum breytingum.vísir/vilhelmVon um arðbæran völl "Markmiðið er fyrst og fremst að búa til fótboltavöll en líka að búa til rekstrareiningu sem stendur undir sér," sagði Pétur Marteinsson aðspurður um verkefnið. "Þetta skref sem KSÍ er að taka núna er gríðarlega mikilvægt. Of oft er byrjað á öfugum enda í svona ferli en ekki í þessu. Það er rétt að fara í þessa könnun á þessum tímapunkti." Pétur sagði að ferlið yrði langt og dýrt en vonast er eftir að fá niðurstöður úr hagkvæmnisáætluninni í ágúst. Það er svo Reykjavíkurborg sem tekur endanlega ákvörðun um hvað verður gert enda er hún eigandi vallarins. "Þær byggingar sem vonandi verða byggðar verða að geta borið sig þó hluti þeirra verði auðvitað fyrir áhorfendur. Þær verða byggðar fyrir aðra starfsemi enda reka fimm heimaleikir karla og kvenna þetta ekki með góðu móti," sagði Geir. "Hótelstarfsemi, veitingastarfsemi og barir. Það er eitthvað svona sem við viljum gera til að færa inn nýja aðila í þessar byggingar. Þær verða að vera sá þáttur sem stendur undir byggingarkostnaðinum," sagði Geir og Pétur bætti við: "Það er ekkert launungarmál að horft hefur verið til þess að vera með íþróttahótel og svo hefur verið talað við ÍSÍ um að koma hér inn með sjúkraþjálfun og læknastofur. Það er ekki bara fótboltinn sem myndi hagnast á þessu," sagði Pétur Marteinsson.Spila strákarnir okkar útileiki í mars og nóvember?Vísir/GettyVill yfirbyggðan Laugardalsvöll Stórar breytingar verða á undankeppni stórmóta hjá UEFA fyrir EM 2020 en leikið verður í nýrri Þjóðardeild og klárast leikirnir á einu almanaksári. Strákarnir okkar þurfa því að spila tvo leiki í mars og tvo leiki í nóvember. Laugardalsvöllurinn eins og hann er í dag, opinn og ekki upphitaður, er augljóslega ekki klár í að bera leiki á þessum tímapunkti og er Geir því með skýrar hugmyndir um draumavöllinn sinn. "Draumurinn er yfirbyggður leikvangur. Svo getur verið að vellinum verði betur lokað þannig hann skýli betur fyrir veðri og vindum. Völlurinn verður sum sé byggður upp á nýtt. Við vorum bara þrælheppin að geta spilað Króatíuleikinn hér um árið. Það byrjaði að snjóa beint eftir leik," sagði Geir. "Það þurfa að vera miklar framfarir á vellinum fyrir fótboltann þannig við getum boðið okkar knattspyrnufólki up á bestu aðstæður," sagði Geir. Verði völlur ekki klár getur farið svo að Ísland þurfi að spila útileiki í mars og nóvember vegna veðurfars og vallarskilyrða.Ulrik Ruhnau, t.h., er spenntur fyrir reitnum í Laugardalnum.Vísir/stefánÓvíst hversu margir komast fyrir Ulrik Ruhnau, varforseti vallar- og leikvangamála hjá Lagardere, er bjartsýnn fyrir gerð hagkvæmnisáætluninar en fyrirtækið hefur byggt og rekur velli um alla Evrópu sem og í Bandaríkjunum og Brasilíu. "Hér er mikið af tækifærum en við þurfum að sjá hvað er hægt að gera og gera það með réttum hætti. Við rekum velli á mörgum stöðum allt frá 15.000 manna völlum og upp í 60.000 manna velli. Þar eru kannski 20-25 fótboltaleikir á ári en önnur starfsemi ber sig," sagði Ruhnau. "Við þurfum að taka mið af öllu hér í kring en það er klárlega hægt að sjá fyrir sér spennandi völl. Þó Reykjavík sé ekki stór borg þá erum við líka með minni velli sem standa undir sér en allt mun þetta koma í ljós þegar við förum af stað. Aðspurður hversu margir áhorfendur munu komast að á nýjum velli verði af honum svaraði Ruhnau: "Það er ómögulegt að segja til um það núna." Hagkvæmnisáætlunin verður lögð fyrir Reykjavíkurborg þegar hún verður tilbúin en KSÍ fær ekkert að gera með leyfi og mögulegum fjárstuðingi borgarinnar þegar að því kemur. "Það er ekki vitað hvað þeta mun kosta en við þurfum að fá atvinnulífið með okkur í þetta. Við þurfum einkaaðila til að taka að sér starfsemi í nýju byggingunum þannig þetta muni standa undir sér," sagði Geir Þorsteinsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sambandins í dag að þýska fyrirtækið Lagardere hefur verið ráðið af KSÍ til að gera hagkvæmnisáætlun fyrir framtíð Laugardalsvallar. Lagardere hét áður Sport 5 en þessi þýski fjölmiðla- og íþróttarisi hefur lengi verið í samstarfi við KSÍ og séð um sjónvarpsréttarmál til lengri tíma. KSÍ fékk Borgarbrag, leitt af Pétri Marteinssyni, fyrrverandi landsliðsmanni, og Guðmundi Kristjáni Jónssyni, til að gera forhagkvæmnisáætlun fyrir sambandið og sú skýrsla leiddi til þess að KSÍ vill gera formlega athugun á því hvort hagkvæmt sé að byggja upp nýjan leikvang í Laugardalnum. "Það er alveg ljóst að við höfum ekki þekkingu á Íslandi til að gera þetta og þess vegna leitum við til alþjóðlegra aðila," sagði Geir og vitnaði til Lagerdere, en tveir yfirmenn fyrirtækisins sátu fundinn. "Við vonumst til að fá leikvang sem mætir nútímakröfum til knattspyrnu en einnig leikvang sem getur tekið að sér ýmsa aðra viðburði; svokallaðan fjölnota leikvang. Skýrsla Borgarbrags sýndi að það var skynsamlegt að halda áfram með þetta verkefni og það ætlum við að gera."Laugardalsvöllur gæti tekið miklum breytingum.vísir/vilhelmVon um arðbæran völl "Markmiðið er fyrst og fremst að búa til fótboltavöll en líka að búa til rekstrareiningu sem stendur undir sér," sagði Pétur Marteinsson aðspurður um verkefnið. "Þetta skref sem KSÍ er að taka núna er gríðarlega mikilvægt. Of oft er byrjað á öfugum enda í svona ferli en ekki í þessu. Það er rétt að fara í þessa könnun á þessum tímapunkti." Pétur sagði að ferlið yrði langt og dýrt en vonast er eftir að fá niðurstöður úr hagkvæmnisáætluninni í ágúst. Það er svo Reykjavíkurborg sem tekur endanlega ákvörðun um hvað verður gert enda er hún eigandi vallarins. "Þær byggingar sem vonandi verða byggðar verða að geta borið sig þó hluti þeirra verði auðvitað fyrir áhorfendur. Þær verða byggðar fyrir aðra starfsemi enda reka fimm heimaleikir karla og kvenna þetta ekki með góðu móti," sagði Geir. "Hótelstarfsemi, veitingastarfsemi og barir. Það er eitthvað svona sem við viljum gera til að færa inn nýja aðila í þessar byggingar. Þær verða að vera sá þáttur sem stendur undir byggingarkostnaðinum," sagði Geir og Pétur bætti við: "Það er ekkert launungarmál að horft hefur verið til þess að vera með íþróttahótel og svo hefur verið talað við ÍSÍ um að koma hér inn með sjúkraþjálfun og læknastofur. Það er ekki bara fótboltinn sem myndi hagnast á þessu," sagði Pétur Marteinsson.Spila strákarnir okkar útileiki í mars og nóvember?Vísir/GettyVill yfirbyggðan Laugardalsvöll Stórar breytingar verða á undankeppni stórmóta hjá UEFA fyrir EM 2020 en leikið verður í nýrri Þjóðardeild og klárast leikirnir á einu almanaksári. Strákarnir okkar þurfa því að spila tvo leiki í mars og tvo leiki í nóvember. Laugardalsvöllurinn eins og hann er í dag, opinn og ekki upphitaður, er augljóslega ekki klár í að bera leiki á þessum tímapunkti og er Geir því með skýrar hugmyndir um draumavöllinn sinn. "Draumurinn er yfirbyggður leikvangur. Svo getur verið að vellinum verði betur lokað þannig hann skýli betur fyrir veðri og vindum. Völlurinn verður sum sé byggður upp á nýtt. Við vorum bara þrælheppin að geta spilað Króatíuleikinn hér um árið. Það byrjaði að snjóa beint eftir leik," sagði Geir. "Það þurfa að vera miklar framfarir á vellinum fyrir fótboltann þannig við getum boðið okkar knattspyrnufólki up á bestu aðstæður," sagði Geir. Verði völlur ekki klár getur farið svo að Ísland þurfi að spila útileiki í mars og nóvember vegna veðurfars og vallarskilyrða.Ulrik Ruhnau, t.h., er spenntur fyrir reitnum í Laugardalnum.Vísir/stefánÓvíst hversu margir komast fyrir Ulrik Ruhnau, varforseti vallar- og leikvangamála hjá Lagardere, er bjartsýnn fyrir gerð hagkvæmnisáætluninar en fyrirtækið hefur byggt og rekur velli um alla Evrópu sem og í Bandaríkjunum og Brasilíu. "Hér er mikið af tækifærum en við þurfum að sjá hvað er hægt að gera og gera það með réttum hætti. Við rekum velli á mörgum stöðum allt frá 15.000 manna völlum og upp í 60.000 manna velli. Þar eru kannski 20-25 fótboltaleikir á ári en önnur starfsemi ber sig," sagði Ruhnau. "Við þurfum að taka mið af öllu hér í kring en það er klárlega hægt að sjá fyrir sér spennandi völl. Þó Reykjavík sé ekki stór borg þá erum við líka með minni velli sem standa undir sér en allt mun þetta koma í ljós þegar við förum af stað. Aðspurður hversu margir áhorfendur munu komast að á nýjum velli verði af honum svaraði Ruhnau: "Það er ómögulegt að segja til um það núna." Hagkvæmnisáætlunin verður lögð fyrir Reykjavíkurborg þegar hún verður tilbúin en KSÍ fær ekkert að gera með leyfi og mögulegum fjárstuðingi borgarinnar þegar að því kemur. "Það er ekki vitað hvað þeta mun kosta en við þurfum að fá atvinnulífið með okkur í þetta. Við þurfum einkaaðila til að taka að sér starfsemi í nýju byggingunum þannig þetta muni standa undir sér," sagði Geir Þorsteinsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira