Lífið

Kardashian-systurnar farnar af landi brott: Kanye West hugsanlega enn á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér til vinstri má sjá mynd af Kim í flugvél British Airways á leiðinni til London í dag. Eins og sjá má var mikil stemning í vélinni á leiðinni til London og tóku margir upp símana.
Hér til vinstri má sjá mynd af Kim í flugvél British Airways á leiðinni til London í dag. Eins og sjá má var mikil stemning í vélinni á leiðinni til London og tóku margir upp símana. vísir
Kim og Kourtney Kardashian og fylgdarlið þeirra hafa verið á landinu síðustu daga en þau lentu hér á sunnudagsmorgun. Nú eru þau öll farin af landi brott.

Tilgangur heimsóknar fjölskyldunnar er að taka upp tónlistarmyndband við eitt af lögunum á nýútkominni plötu Kanye, The Life of Pablo, en á huldu er um hvaða lag er að ræða. Platan kom út 14. febrúar síðastliðinn og er sjöunda plata rapparans.

Stjörnurnar fóru í flug með British Airwaves um hádegisbilið og flugu til London. Kanye West virðist vera enn á landinu en hann var ekki í flugvélinni á leiðinni út til London.

Það síðasta sem Jonathan Cheban, fjölskylduvinur þeirra, gerði áður en hann fór úr landi var að fá sér hamborgara á Búllunni eins og hann greindi frá á Snapchat. 

Lífið ræddi við íslenskan farþega sem var í sömu vél á leiðinni til London. Hún sagði að systurnar hafi rokið strax úr vélinni og komust mjög fljótlega út úr flugstöðinni. Það hafi bíll komið út á flugbraut og farið var með þær sérstaklega inn í flugstöð. Systurnar voru ekki að millilenda og stoppa sennilega í einhvern tíma í London. 

„Ég gekk einu sinni framhjá Kim þar sem hún lá í sæti sínu með svart teppi yfir sér og steinsofandi. Hún hefur verið eitthvað þreytt,“ segir íslensk kona sem var í vélinni á leiðinni út. 

Meðfylgjandi myndir eru frá saumaklúbbnum Saumavélinni.

Hér að neðan má lesa allar þær fréttir sem birtust á Lífinu um stjörnurnar á meðan þær voru á landinu. Einnig má sjá fleiri myndir úr flugferð þeirra í dag. 

Þær voru sóttar út á flugbraut.

Tengdar fréttir

Kourtney Kardashian í JÖR

Raunveruleikastjarna bætti að sjálfsögðu íslenskri hönnun í fataskápinn áður en hún fór af landi brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×