Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 14:07 Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum segir að hann hafi tapað í sextán forkosningum í ríkjum þar sem mikill ójöfnuður ríkir vegna þess að „fátækir kjósa ekki.“ „Það er bara staðreynd,“ sagði Sanders í viðtali við fréttastofu NBC aðspurður um ósigra sína í þeim ríkjum þar sem mikill munur er á milli þeirra sem ríkastir eru og þeirra sem fátækastir eru. „Þetta er sorglegur raunveruleiki Bandaríkjanna í dag og þetta er eitthvað sem við þurfum að breyta,“ sagði Sanders. Sanders hefur byggt kosningaherferð sína á loforði um að draga úr ójöfnuði í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið mikinn stuðning frá grasrótarhópum þar í landi sem berjast fyrir sömu markmiðum. Fær hann mjög mikið af litlum framlögum í kosningasjóði sína frá slíkum hópum. Magnið er hinsvegar svo mikið að hann er farinn að safna hærri upphæðum í hverjum mánuði en Hillary Clinton, helsti andstæðingur Sanders. Þrátt fyrir það hefur Clinton unnið sigra í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem meðaltekjur eru hvað lægstar. Sanders útskýrir það með tilliti til þess að fátækt fólk sé síður líklegra til þess að kjósa í kosningum. „Í Bandaríkjunum er ein lægsta kjörsókn allra ríkja í heiminum,“ sagði Sanders. „Okkur hefur tekist vel að ná til ungs fólks en í síðustu kosningum, árið 2014, tóku 80 prósent af þeim teljast undir fátæktarmörkum ekki þátt í kosningunum.“ Sanders segir að ef það takist að fá fátæka til þess að taka þátt í kosningum myndi það gjörbreyta hinu pólitíska landslagi. „Ef okkur tekst að auka kjörsókn fátækra og ungs fólks, ef við náum 75 prósent kjörsókn í þessum hópum, munum við gjörbreyta Bandaríkjunum,“ sagði Sanders. Róðurinn er orðinn þungur fyrir Sanders eftir sigur Hillary Clinton í forkosningunum í New York ríki. Framundan eru forkosningar í fimm ríkjum þann 26. apríl, þar á meðal í Pennsylvaníu-ríki þar sem 189 kjörmenn eru í boði. Þarf Sanders nauðsynlega á sigri að halda ætli hann að sigra Clinton í kapphlaupinu um útnefningu Demókrata-flokksins.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira