„Íslenska rappsenan er tryllt" Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Þættirnir nefnast Rapp í Reykjavík og verða sex talsins. Þeim er ætlað að taka púlsinn á því sem er að gerast núna, ekki fara yfir sögu rappsins á Íslandi. „Við nenntum ekki í að fara rekja það að fyrsta derhúfan kom til landsins með Goðafossi heldur vildum við frekar taka hús á þeim sem eru að gera rapp í dag. Það eru þá margir sem hafa gert rapp í gegnum tíðina sem eru ekki með en þeir geta þá verið með í sagfræðiþættinum þegar hann verður gerður," segir DÓri DNA, þáttastjórnandi. „Við erum bara að staldra aðeins við, berja á hús og spyrja hvað er í gangi hérna." Leikstjórinn þurfti smá tíma til að átta sig á ágæti þeirrar hugmyndar að gera þætti um rapp á Íslandi. „Þeir Mikael Torfason og Þór Birgisson komu upphaflega með þessa hugmynd til mín en mér leist ekkert allt of vel á það. Þar til ég fór á Secret Solstice og sá þar íslensku rappsenuna og hvað hún er tryllt. Ég sá allan þennan skara af íslenskum ungmennum sem kunnu hvern einasta texta við hvert einasta lag og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég fór því á fullt í þetta og bjallaði í rappapabba," segir Gaukur Úlfarsson og á þar við félaga sinn Dóra DNA. „Ég var staddur á Akureyri þegar ég fékk símtalið um að til stæði að gera þætti um íslenskt rapp og ég spurður hvort ég vildi vera kynnir. Ég sagði já strax því ég dýrka þetta sem er í gangi í rappinu hér á landi," segir Dóri DNA. Báðir eru þeir sammála um að kraftur og hæfileikar einkenni íslenska rappara. „Við komum ekki öllum að í þáttunum sem við vildum og í raun er maður ekki fyrr búinn að snúa sér við en að nýr listamaður er kominn fram á sjónarsviðið," segir Gaukur. „Það sem kom mér á óvart líka er hvað þetta eru duglegir, metnaðarfullir og klárir krakkar. Ég tek ofan fyrir hvað þau eru með allt sitt á hreinu og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera," segir Dóri DNA. Fyrsti þáttur af Rapp í Reykjavík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.30 í kvöld. Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Þættirnir nefnast Rapp í Reykjavík og verða sex talsins. Þeim er ætlað að taka púlsinn á því sem er að gerast núna, ekki fara yfir sögu rappsins á Íslandi. „Við nenntum ekki í að fara rekja það að fyrsta derhúfan kom til landsins með Goðafossi heldur vildum við frekar taka hús á þeim sem eru að gera rapp í dag. Það eru þá margir sem hafa gert rapp í gegnum tíðina sem eru ekki með en þeir geta þá verið með í sagfræðiþættinum þegar hann verður gerður," segir DÓri DNA, þáttastjórnandi. „Við erum bara að staldra aðeins við, berja á hús og spyrja hvað er í gangi hérna." Leikstjórinn þurfti smá tíma til að átta sig á ágæti þeirrar hugmyndar að gera þætti um rapp á Íslandi. „Þeir Mikael Torfason og Þór Birgisson komu upphaflega með þessa hugmynd til mín en mér leist ekkert allt of vel á það. Þar til ég fór á Secret Solstice og sá þar íslensku rappsenuna og hvað hún er tryllt. Ég sá allan þennan skara af íslenskum ungmennum sem kunnu hvern einasta texta við hvert einasta lag og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég fór því á fullt í þetta og bjallaði í rappapabba," segir Gaukur Úlfarsson og á þar við félaga sinn Dóra DNA. „Ég var staddur á Akureyri þegar ég fékk símtalið um að til stæði að gera þætti um íslenskt rapp og ég spurður hvort ég vildi vera kynnir. Ég sagði já strax því ég dýrka þetta sem er í gangi í rappinu hér á landi," segir Dóri DNA. Báðir eru þeir sammála um að kraftur og hæfileikar einkenni íslenska rappara. „Við komum ekki öllum að í þáttunum sem við vildum og í raun er maður ekki fyrr búinn að snúa sér við en að nýr listamaður er kominn fram á sjónarsviðið," segir Gaukur. „Það sem kom mér á óvart líka er hvað þetta eru duglegir, metnaðarfullir og klárir krakkar. Ég tek ofan fyrir hvað þau eru með allt sitt á hreinu og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera," segir Dóri DNA. Fyrsti þáttur af Rapp í Reykjavík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.30 í kvöld.
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira