„Íslenska rappsenan er tryllt" Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Þættirnir nefnast Rapp í Reykjavík og verða sex talsins. Þeim er ætlað að taka púlsinn á því sem er að gerast núna, ekki fara yfir sögu rappsins á Íslandi. „Við nenntum ekki í að fara rekja það að fyrsta derhúfan kom til landsins með Goðafossi heldur vildum við frekar taka hús á þeim sem eru að gera rapp í dag. Það eru þá margir sem hafa gert rapp í gegnum tíðina sem eru ekki með en þeir geta þá verið með í sagfræðiþættinum þegar hann verður gerður," segir DÓri DNA, þáttastjórnandi. „Við erum bara að staldra aðeins við, berja á hús og spyrja hvað er í gangi hérna." Leikstjórinn þurfti smá tíma til að átta sig á ágæti þeirrar hugmyndar að gera þætti um rapp á Íslandi. „Þeir Mikael Torfason og Þór Birgisson komu upphaflega með þessa hugmynd til mín en mér leist ekkert allt of vel á það. Þar til ég fór á Secret Solstice og sá þar íslensku rappsenuna og hvað hún er tryllt. Ég sá allan þennan skara af íslenskum ungmennum sem kunnu hvern einasta texta við hvert einasta lag og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég fór því á fullt í þetta og bjallaði í rappapabba," segir Gaukur Úlfarsson og á þar við félaga sinn Dóra DNA. „Ég var staddur á Akureyri þegar ég fékk símtalið um að til stæði að gera þætti um íslenskt rapp og ég spurður hvort ég vildi vera kynnir. Ég sagði já strax því ég dýrka þetta sem er í gangi í rappinu hér á landi," segir Dóri DNA. Báðir eru þeir sammála um að kraftur og hæfileikar einkenni íslenska rappara. „Við komum ekki öllum að í þáttunum sem við vildum og í raun er maður ekki fyrr búinn að snúa sér við en að nýr listamaður er kominn fram á sjónarsviðið," segir Gaukur. „Það sem kom mér á óvart líka er hvað þetta eru duglegir, metnaðarfullir og klárir krakkar. Ég tek ofan fyrir hvað þau eru með allt sitt á hreinu og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera," segir Dóri DNA. Fyrsti þáttur af Rapp í Reykjavík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.30 í kvöld. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Þættirnir nefnast Rapp í Reykjavík og verða sex talsins. Þeim er ætlað að taka púlsinn á því sem er að gerast núna, ekki fara yfir sögu rappsins á Íslandi. „Við nenntum ekki í að fara rekja það að fyrsta derhúfan kom til landsins með Goðafossi heldur vildum við frekar taka hús á þeim sem eru að gera rapp í dag. Það eru þá margir sem hafa gert rapp í gegnum tíðina sem eru ekki með en þeir geta þá verið með í sagfræðiþættinum þegar hann verður gerður," segir DÓri DNA, þáttastjórnandi. „Við erum bara að staldra aðeins við, berja á hús og spyrja hvað er í gangi hérna." Leikstjórinn þurfti smá tíma til að átta sig á ágæti þeirrar hugmyndar að gera þætti um rapp á Íslandi. „Þeir Mikael Torfason og Þór Birgisson komu upphaflega með þessa hugmynd til mín en mér leist ekkert allt of vel á það. Þar til ég fór á Secret Solstice og sá þar íslensku rappsenuna og hvað hún er tryllt. Ég sá allan þennan skara af íslenskum ungmennum sem kunnu hvern einasta texta við hvert einasta lag og ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég fór því á fullt í þetta og bjallaði í rappapabba," segir Gaukur Úlfarsson og á þar við félaga sinn Dóra DNA. „Ég var staddur á Akureyri þegar ég fékk símtalið um að til stæði að gera þætti um íslenskt rapp og ég spurður hvort ég vildi vera kynnir. Ég sagði já strax því ég dýrka þetta sem er í gangi í rappinu hér á landi," segir Dóri DNA. Báðir eru þeir sammála um að kraftur og hæfileikar einkenni íslenska rappara. „Við komum ekki öllum að í þáttunum sem við vildum og í raun er maður ekki fyrr búinn að snúa sér við en að nýr listamaður er kominn fram á sjónarsviðið," segir Gaukur. „Það sem kom mér á óvart líka er hvað þetta eru duglegir, metnaðarfullir og klárir krakkar. Ég tek ofan fyrir hvað þau eru með allt sitt á hreinu og þau vita nákvæmlega hvað þau eru að gera," segir Dóri DNA. Fyrsti þáttur af Rapp í Reykjavík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 21.30 í kvöld.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira