Innlent

Bein útsending: Ársfundur Landspítalans 2016

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ársfundur Landspítala fer fram á Reykjavík Hilton Nordica og hefst klukkan 14 í dag. Á fundinum verður m.a. farið yfir ársreikning spítalans sem og áhrif verkfalla á starfsemina, Páll Matthíasson, forstjóri og Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, munu einnig halda erindi.

Uppfært: Fundinum er nú lokið.

„Þrátt fyrir að erfitt ár sé nú að baki voru tekin fjölmörg framfaraskref á spítalanum. Á fundinum mun starfsfólk af 4 mismundi sviðum spítalans fara yfir nýjungar í starfseminni sem eru allar sjúklingum til mikilla hagsbóta,“ segir í tilkynningu frá spítalanum vegna fundarins.

Meðal þess sem til umræðu verður:

  • Meðferðarátak lifrarbólgu C - farið verður yfir átakið, hversu margir hafa fengið meðferð og stærstu áskoranir átaksins

  • Fjölbreytt nýting aðgerðarþjarka - þjóðin safnaði fyrir aðgerðaþjarka sem var tekinn í notkun á síðasta ári. Í byrjun voru framkvæmdar þvagfæraskurðaðgerðir s.s. vegna blöðruhálskirtils, síðar legnám og nú nýlega hafa verið gerðar hjartaaðgerðir með þjarkanum.

  • Nýtt flæði sýna á rannsóknakjarna - ný flæðilína var tekin í notkun á spítalanum. Sambærileg lína var sett upp á Karolinska sjúkrahúsinu á sama tíma. Þetta stórbætir flæði sýna og eykur öryggi. Á hverjum degi eru gerðar 6.300 rannsóknir á Rannsóknasviði.

  • Batamiðstöðin á Kleppi - var tekin í gagnið á árinu. Um 100 einstaklingar sækja nú þjónustu þar, allt inniliggjandi skjólstæðingar Klepps. Á Batamiðstöðinni koma sjúklingar sjálfir að ákvörðunum um meðferð og um leið er þeim gefið færi á að auka sjálfstæði sitt.


Beina útsendingu frá fundinum má sjá í spilaranum að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.