Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 15:33 Deiluaðilar á samningafundi. Fréttablaðið/Ernir Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00