Innlent

Hænuskrefi áfram í viðræðunum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir
Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins og Isavia lauk í gær án niðurstöðu. Eitthvað hefur þokast í samningsátt en þó er enn langt í land, að sögn Sigurjóns Jónassonar, formanns Félags flugumferðarstjóra. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur nú staðið yfir í tvær vikur.

„Fundurinn endaði án niðurstöðu. En það má segja að við höfum kannski komist hænuskrefi áfram í viðræðunum, en það er enn langt í land,“ segir Sigurjón.

Hann segir félagið hafa lagt fram tillögu á fundi þeirra í síðustu viku, sem viðsemjendur þess hafi hafnað. Önnur tillaga hafi í kjölfarið verið lögð fram, en henni var sömuleiðis hafnað.

„Tillagan var rædd lítillega en henni var hafnað af hálfu viðsemjenda okkar. Svo endaði fundurinm á því að við ræddum saman hvernig við sæum framhaldið og reynum þá að taka það áfram í þá átt á næsta fundi,“ segir Sigurjón. Hann bætir við að menn séu vongóðir á meðan talast sé við.


Tengdar fréttir

Flýta flugi til að forðast Keflavík

Reykjavíkurflugvöllur lokaði klukkan átta í gærkvöldi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Tveimur síðustu ferðum í innanlandsfluginu var flýtt. Á föstudagskvöld þurfti að lenda þremur flugvélum á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×