Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 15:33 Deiluaðilar á samningafundi. Fréttablaðið/Ernir Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent