Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2016 12:43 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í hörmulegri stöðu eftir afsögn forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um aflandsviðskipti framkvæmdastjóra flokksins. Það væri ótrúlegt ef formaðurinn reyndi að leiða flokkinn fyrir næstu kosningar án þess að gera betur grein fyrir sínum málum. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri, er einn af helstu áhrifamönnum flokksins til margra áratuga. Hann segir flokkinn standa illa eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr embætti forsætisráðherra og nýjustu upplýsingar um flókin aflandsviðskipti Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra flokksins. „Þetta er auðvitað hörmuleg staða og sárara en tárum taki. Að einhverju leyti er mál formannsins persónulegur harmleikur sem er kannski ekki gott að gera sér alveg grein fyrir álengdar,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Hann vilji ekki persónugera þessi mál. „En það er óhjákvæmilegt fyrir flokkinn og flokksmenn að hreinsa óhreinindinn af flokknum. Sem flokkurinn hefur blandast inn í,“ segir Jón. Yfirgnæfandi meirihluti framsóknarfólks sé heiðarlegt vinnandi fólk um allt land sem kæri sig ekki um óþægindi sem þessi.Hvernig ætti sú hreinsun að fara fram?„Hún verður auðvitað að gerast með því að menn séu opinskáir, hreinskilnir. Fari yfir þessi mál mál og taki síðan yfirvegaðar ákvarðanir,“ segir Jón og menn geri þaðí samræmi við sögu og eðli Framsóknarflokksins. Ótrúlegt ef Sigmundurætlar aðleiða flokkinníkosningumNú eru nokkrir mánuðir til kosninga og Jón telur ekki ráðlegt að Sigmundur Davíð leiði flokkinn íþeim kosningum án þess að gera betur hreint fyrir sínum dyrum. „Eins og staðan er núna fyrir okkur sem horfum áþetta álengdar væri það náttúrlega ótrúlegt ef hann reyndi það og það yrði ákaflega erfitt og mikið áfall. En þetta er ungur og vel gefinn maður og hann á auðvitaðýmsa möguleika meðþví að koma heiðarlega og opinskátt fram og gera grein fyrir sínum málum,“ segir Jón. Enn hafi ekki komið fram með hvaða hætti formaðurinn gerði skattframtöl og hann þurfi að leggja þau gögn á borðið til að hreinsa sig. Þá verði þau hjón að birta ýmsar endurskoðunarupplýsingar. „Því það er eins og skattrannsóknarstjóri hefur lýst mjög erfitt að gera sér grein fyrir stöðu mála bara eftir framtalsupplýsingum. Það er eins og álög á manninum að hugsa sér að þau skuli vera kröfuhafar í Landsbankann. Og hugsa sér það að þau skuli geyma peningana á Tortola,“ segir formaðurinn fyrrverandi. Það sama gildi um framkvæmdastjóra flokksins sem auðvitað verði að fá tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.Reiknað er með að málefni framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins verði til umræðu á reglulegum fundi þingflokks flokksins í dag.Vísir/Heimir Már„Við bætist í tilfelli framkvæmdastjórans að hann kemur að yfirtöku fyrirtækja hér innanlands sem þingmenn Framsóknarflokksins hafa verið að kalla eftir upplýsingum um. Sannleikurinn er sá að þetta er algerlega ótrúlegt að þetta geti átt sér stað,“ segir Jón. Þá séu Sigmundur Davíð og Hrólfur ekki einir í þessari stöðu. „Nú hafa fjármálaráðherra og innanríkisráðherra alveg komist inn í skuggann vegna umræðna um þessa menn. Við skulum ekki gleyma öllum hinum,“ segir Jón Sigurðsson. Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman til reglulegs fundar eftir hádegi þar sem reiknað er með að málefni framkvæmdastjórans verði til umræðu.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira