Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari Birta Björnsdóttir skrifar 27. apríl 2016 19:30 Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi. Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það var Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík sem boðaði til fundar með forsetaframbjóðendum fyrr í dag. Sjö af þeim tólf sem ákveðið hafa að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands mættu til fundarins. Reyndar fækkaði um einn úr röðum frambjóðenda á fundinum sjálfum þegar Hrannar Pétursson tilkynnti þar að hann hyggðist draga framboð sitt til baka. „Ástæðan fyrir því er í raun og veru mjög einföld. Það varð ákveðin eðlisbreyting á kosningabaráttunni með ákvörðun sitjandi forseta um að sækjast eftir endurkjöri. Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna fannst mér einfaldlega skynsamlegt að stíga til hliðar. Það er kalt en skynsamlegt mat," sagði Hrannar að fundi loknum. „Það er einfaldlega svo að líkur mínar á góðum árangri minnkuðu all verulega eftir að Ólafur Ragnar ákvað að stíga inn á þennan völl."Heldurðu að þú komir til með að bjóða þig aftur fram einhverntíman í framtíðinni?„Nú hugsa ég bara einn tvo daga fram í tímann og við skulum bara sjá hvað gerist. Ég hlakka til að fylgjast með umræðunni sem framundan er. Það er mikið af góðum hugmyndum og margir frambjóðendur með skýra og góða sýn," sagði Hrannar.Treystir þú þér til að lýsa yfir stuðningi við einhvern af þeim sem ennþá eru í framboði? „Ég ætla að láta það eiga sig. Ég ætla einfaldlega að stíga til hliðar og óska þeim öllum góðs gengis," sagði Hrannar.Á fundinum fengu frambjóðendur tækifæri til að kynna sig áður en þau svöruðu spurningum úr sal. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot úr ræðum þeirrra Andra Snæs Magnasonar, Ástþórs Magnússonar, Benedikts Kristjáns Mewes, Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur, Höllu Tómasdóttur og Hildar Þórðardóttur. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings frambjóðenda og mælist með 52,6 prósenta fylgi. Það er næstum nákvæmlega sama hlutfall og Ólafur Ragnar náði af greiddum atkvæðum þegar hann náði endurkjöri í embættið fyrir fjórum árum síðan. Andri Snær Magnason mælist með 29,4 prósenta fylgi í könnun MMR en könnun var gerð dagana 22-26 apríl. Halla Tómasdóttir mælist með 8,8 prósenta fylgi en aðrir frambjóðendur ná ekki tveggja prósenta fylgi. Háskólamenntaðir og þau sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eru líklegust til að kjósa Andra Snæ, en Ólafur hefur hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem hafa lægra menntunarstig og búsett eru á landsbyggðinni. Halla Tómasdóttir hefur hlutfallslega meira fylgi hjá konum og æðstu stjórnendum fyrirtækja, samkvæmt upplýsingum frá MMR. Fresturinn til að skila inn framboði til embættis forseta Íslands rennur út þann 20.maí næstkomandi.
Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 video kassi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira