Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 21:01 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26