Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 21:01 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26