Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 21:01 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26