Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 21:01 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26