Vill upplýsingar um hvort félag Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2016 21:42 Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra. Vísir/GVA Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum? Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri Grænna, vill fá að vita hvort að eignarhald Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Falson & Co, aflandsfélagi sem kom fyrir í Panama-skjölunum, hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem íslenskum yfirvöldum voru boðin til kaups árið 2014. Hefur Rósa Björk lagt fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum til fjármálaráðherra þar sem óskað er eftir svörum við spurningum sem tengjast aflandsfélögum og þeim gögnum sem íslenskum skattayfirvöldum bauðst að kaupa. Vill Rósa Björk að fjármálaráðherra svari því hvort að sú staðreynd að ráðherra hafi sjálfur átt aflandsfélag um tíma hafi haft áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum og þá hvort að í þeim gögnum sem keypt voru hafi mátt finna upplýsingar um aflandsfélög eða félög sem voru í eigu ráðherra eða aðila nátengdum ráðherra.Í júní á síðasta ári gekk skattrannsóknarstjóri frá kaupum á gögnunum sem um ræðir en talsverðan tíma tók að ganga frá kaupunum. Setti fjármálaráðherra ákveðin skilyrði sem uppfylla þurfti og taldi skattrannsóknarstjóri sig ekki geta uppfyllt þau. Ríkisstjórnin samþykkti þó að lokum fjárveitingu til skattrannsóknarstjóra svo ganga mætti frá kaupunum. Sjá má fyrirspurn Rósu Björk í heild sinni hér fyrir neðan.1. Hversu langur tími leið frá því að ráðuneytinu varð kunnugt um gögn sem vörðuðu aflandsfélög og skattaskjól og þar til þau voru keypt? Hvað skýrir þann drátt sem varð á málinu eftir að skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til kaupanna í október 2014?2. Voru í gögnunum upplýsingar um aflandsfélag eða félög sem:a. voru eða höfðu verið í eigu ráðherra sjálfs,b. voru eða höfðu verið í eigu aðila sem nátengdir voru ráðherra að ætterni eða mægðum, eða voru viðskiptafélagar hans,c. voru í eigu annarra ráðherra? 3. Hvernig rökstyður ráðherra það verklag að segja skattrannsóknarstjóra að leggja sjálfstætt mat á gögnin en setja jafnframt skilyrði fyrir samningum við seljanda þeirra? 4. Hafa upplýsingar úr gögnunum orðið tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins og þá hvaða viðbragða? 5. Hvaða fundi skattrannsóknarstjóra og starfsfólks ráðuneytisins um kaup á gögnunum sat ráðherra? Óskað er upplýsinga um fjölda slíkra funda, dagsetningu þeirra og fundarefni. 6. Hvenær varð ráðherra ljóst hversu mörg íslensk nöfn væri að finna í gögnunum og hafði það áhrif á afstöðu hans til kaupanna? 7. Hafði sú staðreynd að ráðherra átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnunum?
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01 Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Hafði áður svarað því að hann ætti engar eignir í skattaskjólum. Hann segist hafa talið að félagið væri skráð í Lúxemborg. 29. mars 2016 19:43
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Bjarni Benediktsson treystir því að þar til gerðar stofnanir nái í skottið á þeim sem svíki undan skatti í aflandsfélögum og dragi þá heim til Íslands til að sæta ákæru eða skattlagningu. 28. apríl 2016 21:01
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26