Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 13:47 Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing. Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir kannanir benda til þess að stjórnarflokkarnir tveir séu byrjaðir að missa sína dyggustu stuðningsmenn. Þá sé ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum. Kannanir sem gerðar hafa verið síðustu viku benda til þess að Vinstri græn hafi aukið fylgi sitt verulega. Á sama tíma dregur úr stuðningi við stjórnarflokkana, og þá sérstaklega Framsóknarflokkinn, sem í sumum könnunum er að mælast undir tíu prósentum.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. „Þá er að skafast aðeins af stjórnarflokkunum. Þeir hafa ekki flogið hátt í könnunum síðasta árið og þeir eru heldur að gefa eftir. Þetta er þó ekki mikið. Þeir hafa náttúrlega verið komnir niður í harðkjarnafylgið og það er eitthvað að skrapast af því sýnist mér,“ sagði Grétar. Lítil hreyfing hefur verið á fylgi Samfylkingarinnar í könnunum en Grétar telur það megi að sumu leyti skýra út frá umræðu um tengsl fyrrverandi gjaldkera flokksins, Vilhjálms Þorsteinssonar, við félög í Lúxemborg. „Vinstri grænir eru að taka flug í mælingu eftir mælingu. Það hlýtur að vera vísbending um eitthvað þannig að þeir eru sennilega að taka fylgi, sem við getum kallað hvað sem er, óánægjufylgi eða hvað það er, eitthvað fylgi sem fer á hreyfingu. Eitthvað virðist fara af Pírötum og það gæti verið að það sé að fara yfir á VG. En ég hef ekki séð neinar greiningar á því þannig að ég get ekki fullyrt um það,“ sagði Grétar. Hann sagði það ástand sem skapaðist í síðustu viku hafa reynst einskonar bjarghringur fyrir Bjarta framtíð sem virðist vera komin aftur upp í fimm prósenta fylgi sem er þröskuldurinn sem þarf að komast yfir til að ná kjörnum þingmönnum á þing.
Tengdar fréttir Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45 Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Lítið traust borið til nýrrar ríkisstjórnar 65 til 66 prósent bera fremur eða mjög lítið traust til hennar og þar af 54 til 55 prósent. 8. apríl 2016 11:45
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00