Innlent

Árni Páll spyr Bjarna um aðkomu hans að samningum við kröfuhafa

Bjarki Ármannsson skrifar
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Pjetur
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á þingi til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um aðkomu hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, að samningum við kröfuhafa og meðferð slitabúa föllnu bankanna.

Fyrirspurnin er lögð fram í tilefni umfjöllunar um tengsl ráðherranna tveggja við aflandsfélög. Í tilkynningu segir að vegna stöðunnar sem upp sé komin vegna þessa sé mikilvægt að upplýsa um framkvæmd samninganna og mögulegra hagsmunatengsla samningsaðila.

Árni Páll óskar meðal annars eftir svörum við því hver formleg aðkoma forsætisráðherra hafi verið að gerð samninganna og hvaða reglur hafi gilt um trúnaðar- og upplýsingarskyldur þeirra tveggja.

Finna má fyrirspurnina í viðhengi við fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×