Innlent

Panama-skjölin settu svip sinn á fyrsta fund ríkisstjórnar Sigurðar Inga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá ríkisstjórnarfundinum í morgun en þau Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, voru ekki á fundinum.
Frá ríkisstjórnarfundinum í morgun en þau Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, voru ekki á fundinum. Fréttablaðið/Anton Brink
Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýs ráðuneytis Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, fór fram í morgun. Þrjú mál voru á dagskrá og má segja að tvö þeirra tengist Panama-skjölunum.

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, var þannig með mál á dagskrá undir yfirskriftinni „Upplýsingar um skattaskjól og viðbrögð stjórnvalda við þeim.“

Þá var rætt um erlenda umfjöllun um Ísland og Panama-skjölin og viðbrögð við henni að frumkvæði nýs utanríkisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur.

Þegar hún tók við embætti sagði hún einmitt í viðtali við Stöð 2 að eitt af hennar fyrstu verkefnum í ráðuneytinu yrði að rýna í aðgerðaáætlun ráðuneytisins vegna neikvæðrar umfjöllunar erlendra fjölmiðla um Ísland í tengslum við lekann á Panama-skjölunum.

Frumvarp innanríkisráðherra til laga um útlendina var svo einnig á dagskrá ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttir

Óljós dagskrá þingfunda næstu daga

Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×