Innlent

Glápti á norðurljósin og ók á staur

vísir/vilhelm
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Álftanesvegi upp úr miðnætti með þeim afleilðingum að hann ók á ljósastaur, en engan sakaði. Akstursskilyrði voru með besta móti á vettvangi, en ökumaður gaf þá skýringu að hann hafi gleymt sér við að horfa á norðurljósin. Bíllinn var óökufær eftir, og var fjarlægður með kranabíl. Annars var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.