Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2016 19:00 Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira