Fótbolti

Meistararnir áfram eftir vítaspyrnukeppni | Sjáðu öll mörkin í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld.

Mörkin úr leikjunum fjórum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Liverpool vann eftirminnilegan sigur á Dortmund á Anfield og tryggði sér sæti í undanúrslitunum.

Sevilla hefur unnið Evrópudeildina undanfarin tvö ár og er komið í undanúrslit eftir sigur á Athletic Bilbao eftir vítaspyrnukeppni.

Fyrri leiknum í Baskalandi lyktaði með 1-2 sigri Sevilla en leikmenn Bilbao unnu leikinn í kvöld með sömu markatölu og því þurfti að framlengja.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Sevilla-menn sterkari á svellinu, skoruðu úr öllum sínum fimm spyrnum á meðan David Soria varði frá Benat Etxebarria, leikmanni Athletic.

Shakhtar Donetsk átti ekki í miklum vandræðum með leggja Benfica að velli í Úkraínu. Lokatölur urðu 4-0 og Shakhtar vann einvígið því 6-1 samanlagt.

Ricardo Ferreira, varnarmaður Braga, vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann skoraði tvö sjálfsmörk. Dario Srna (víti) og Viktor Kovalenko skoruðu hin tvö mörkin.

Villarreal komst sömuleiðis örugglega áfram eftir 2-4 sigur á Spörtu Prag á útivelli.

Spánverjarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og kláruðu dæmið svo í fyrri hálfleik í kvöld en staðan að honum loknum var 0-3. Cedric Bakambu og Samu Castillejo voru á skotskónum auk þess sem David Lafata skoraði sjálfsmark.

Bakambu kom Villarreal í 0-4 í byrjun seinni hálfleiks áður en Borek Dockal og Ladislav Krejci löguðu stöðuna fyrir heimamenn. Það breytti þó engu um niðurstöðuna og Villarreal fer áfram, 6-3 samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×