Heimilin hafa notið góðs af lækkunum Sæunn Gísladóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. vísir/Getty Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira