Heimilin hafa notið góðs af lækkunum Sæunn Gísladóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. vísir/Getty Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslensk heimili hafi notið góðs af lækkun á verði á hráolíu. Ef olíuverð hækkar á ný mun bensínverð hækka og verðbólga gæti stigið upp á við sem myndi hafa áhrif á húsnæðislán. Þetta segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Olíuverð náði í vikunni hæstu hæðum á árinu eftir að hafa farið stiglækkandi frá því í ágúst 2014. Í mars sögðu forsvarsmenn Alþjóðaorkumálastofnunarinnar að vísbendingar væru um að hrávöruverð á olíu væri að verða stöðugt á ný og komi jafnvel til með að hækka.Erna Björg Sverrisdóttir. Mynd/Arion bankiAllir helstu hagsmunaaðilar í olíuframleiðslu funda saman á sunnudaginn. Miklar væntingar eru gerðar til fundarins þar sem ræddur verður möguleikinn á samstilltu átaki til að sporna gegn offramboði. Það gæti komið til með að hækka olíuverð á ný. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að olíuverð hafi bæði bein og óbein áhrif á íslensk heimili. „Hið almenna íslenska heimili hefur notið góðs af lækkunum. En ef einhverjir hafa hag af því að olíuverð sé hærra þá getur þetta haft neikvæð áhrif á þá,“ segir Erna. „Beinu áhrifin á íslensk heimili eru í gegnum rekstur bifreiða. Greiningardeildin fjallaði um það í febrúar að rekstur bifreiða telji til ellefu prósenta af neyslu heimila og áætlar að af þessu sé helmingurinn bensínverð. Áætla má þá að heimilin hafi sparað sjö milljarða króna í fyrra á olíuverðlækkun,“ segir Erna.„Það má líka gera ráð fyrir því að olíuverðslækkun, lækkun á hrávöru og styrking krónunnar hafi gefið fyrirtækjum landsins ákveðið svigrúm til að takast á við launahækkanir. Þetta hefur haldið aftur af verðbólguþrýstingi sem hefur áhrif á heimilin í gegnum verðtryggð lán. Mörg heimili eru með slík lán.“ „Ef olíuverð stendur í stað eða hækkar gæti því verðbólga stigið upp á við sem hefur áhrif á húsnæðislán,“ segir Erna. „Bensínverð er nú þegar aðeins farið að þokast upp.“ Erna telur að framtíðar olíuverð velti mikið á fundinum á sunnudaginn. „Ég gæti trúað því að ef ekki verður komist að samkomulagi muni olíuverð eitthvað lækka í kjölfarið," segir Erna Björg Sverrisdóttir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira