Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2016 18:57 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag. Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag.
Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27