Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2016 18:57 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag. Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag.
Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27