Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2016 18:57 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag. Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag.
Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27