Kolbeinn sagður óvinsæll á meðal samherja sinna og að spara sig fyrir EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2016 12:32 Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki átt sjö dagana sæla í Nantes. vísir/afp Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira
Mikil óeining er innan herbúða franska 1. deildar liðsins Nantes sem íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson spilar með og samkvæmt nokkrum frönskum miðlum sem fjalla um málið er hann í miðju stormsins. Á vefsíðunni ouest-france.fr er sagt að sumir leikmenn Nantes neiti að spila framar ef Kolbeinn heldur áfram að vera í liðinu, en hann hefur ekki náð að standa undir væntingum og aðeins skorað þrjú mörk í 26 leikjum. Það er þó ekki frammistaða hans, samkvæmt frönsku miðlunum, sem er málið heldur er haldið fram á sama miðli að hann eitri út frá sér í búningsklefanum og sé óvinsæll. Franska dagblaðið 20 Minutes skrifar það sama og segir að búningsklefinn sé orðinn þreyttur á „dívunni Kolbeini Sigþórssyni“ eins og það er orðað í fréttinni. Annar franskur vefmiðill, maxifoot.fr, heldur því svo fram að Kolbeinn sé að spara sig fyrir Evrópumótið og leggi sig því ekki allan fram fyrir Nantes, ekki einu sinni á æfingum. Kolbeinn er ekki í leikmannahópi Nantes sem er að spila við Montpellier á heimavelli þegar þessi frétt er skrifuð. Á heimasíðu Nantes er sagt að Kolbeinn sé meiddur en ekki farið nánar út í meiðsli hans. Óeiningin nær út fyrir Kolbein því þjálfarinn Michel Der Zakarian er á útleið og mun taka við Rennes í sumar. Samband hans við forseta félagsins, Waldermar Kita, hefur alls ekki verið gott að undanförnu eftir að Nantes losnaði úr félagaskiptabanni. Þetta kemur fram á ouest-france.fr. Samkvæmt dagblaðinu 20 Minutes var Kolbeinn eitt af forgangsatriðum Kita á félagaskiptamarkaðnum síðasta sumar en haldið er fram að hann hafi ekki verið jafn ofarlega á óskalista þjálfarans. Nantes er búið að tapa þremur leikjum í röð og hefur Kolbeinn byrjað nánast hvern einasta leik að undanförnu. Hann skoraði síðast mark 23. janúar í 2-2 jafntefli gegn Bordeaux.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Sjá meira