Innlent

Sigmundur gekk út úr viðtali spurður út í Wintris

ingvar haraldsson skrifar
Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal.
Sigmundur sakaði Jóhannes Kristjánsson um að hafa platað sig í viðtal.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gekk út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki sagt frá félaginu Wintris, sem nú er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Viðtalið má sjá á vef RÚV

Þegar Sigmundur gekk út úr viðtalinu bað hann um að viðtalið yrði ekki sýnt. Í Kastljósþætti kvöldsins um málið kom fram að Sigmundi hafi verið boðið í nýtt viðtal sem hann hafi ekki þegið. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, hafi boðið upp á að hittast og ræða málið án þess að hafa mætti neitt eftir því sem þar myndi koma fram. Eins hafi frekari fyrirspurnum um málið ekki verið svarað.

Viðtalið var tekið þann 11. mars, samkvæmt því sem kemur fram á vef RME, fjórum dögum síðar sagði Anna Sigurlaug sagði frá félaginu Wintris í færslu á Facebook, þar sem hún sagði tími til að gefa „Gróu á leiti smá frí“.

Félagið lýsti kröfum að verðmæti hálfs milljarðs króna í slitabú föllnu bankanna.

Samkvæmt því sem fram kemur á Panama Papers vef Süddeutsche Zeitung og á vef Reykjavík Media átti Sigmundur helmingshlut í Wintris til ársloka 2009 þegar hann seldi konu sinni helmingshlut í félaginu á einn dollar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×