Innlent

Tístarar krefjast afsagnar Sigmundar: „Wintris is coming“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð er ekki vinsæll á meðal þjóðarinnar um þessar mundir.
Sigmundur Davíð er ekki vinsæll á meðal þjóðarinnar um þessar mundir. Vísir
Íslendingar eru áberandi í Panama-skjölunum en nöfn um 600 Íslendinga koma þar fram. Fjallað var um málið í Kastljósi í kvöld með sérstakri áherslu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Twitter logar eftir þáttinn undir myllumerkjunum #cashljós, #panamapapers, #kosningarstrax og #wintris. Fjölmargir lýsa yfir hneykslan sinni og þá tekst Íslendingum að gera grátbroslegt gys að þessu háalvarlega máli.

Björn Bragi Arnarsson uppistandari getur gert grín að flestu.

Sóley Tómasdóttir hefur eflaust fundið fyrir kjánahrolli á meðan á þættinum stóð því hún líkir honum við þátt af danska grínþættinum Klovn.

Þórdís Elva segir Sigmund Davíð hræsnara.

Tónlistarmaðurinn Borko gerir að umtalsefni þá samsæriskenningu Framsóknarmanna að RÚV hafi með umfjöllun sinni verið að ráðast að Sigmundi Davíð. Hins vegar hafa allir helstu fjölmiðlar í Evrópu fjallað um málið í dag.

 

 

Ólafur Arnalds segir Sigmund Davíð munu segja af sér á morgun, íslenska þjóðin muni krefjast þess.

 

Iðunn Garðarsdóttir, lögfræðinemi og fulltrúi stúdenta í háskólaráði HÍ, bendir á að nöfnin sem upp hafa komið tengjast flest Sjálfstæðisflokknum og Framsókn.

 

 

.

Hér að neðan má fylgjast með myllumerkjunum fjórum sem nefnd eru hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×