Illugi leggur áherslu á að RÚV virði hlutleysisskyldu sína Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 15:30 Frá undirrituninni. F.v. Illugi Gunnarsson, Karitas H. Gunnarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Ásta Magnúsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“ Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“
Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11