Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 11:11 Vísir/GVA Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þrír stjórnarmenn Ríkisútvarpsins segja nýjan þjónustusamning RÚV, sem samþykktur var í morgun, vera tilefni til að efast um fyrirheit Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Þeir segja samninginn gerðan í skugga verulegs niðurskurðar. „Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins,“ segir í tilkynningu frá þeim Björgu Evu Erlendsdóttur, Friðriki Rafnssyni og Merði Árnasyni. Við afgreiðslu samningsins greiddu Friðrik og Mörður atkvæði með samningnum en Björg Eva sat hjá. Í tilkynningunni kemur einnig fram að á fundinum í morgun hafi verið fjallað um niðurskurðaraðgerðar til að samræma starfsemi RÚV nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga. Um sé að ræða um 213 milljónir króna. „Í umræðum um þetta kom fram að okkur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust, og að sem fyrst yrði að vinna aftur tapaðist. Við bentum jafnframt á að ábyrgðin væri hér fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.“Bókun þremenninganna Nú er loks komin niðurstaða í viðræðum um þjónustusamning, þremur mánuðum eftir að síðasti samningur rann út. Samningurinn er til bóta í nokkrum atriðum og má segja að í honum felist ákveðinn varnarsigur, en hann er gerður í skugga verulegs niðurskurðar, og ber merki samdráttarstefnu og metnaðarleysis ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans á Alþingi í málefnum Ríkisútvarpsins. Ákvæði um fjármögnun verður því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir. Við virðum þann árangur sem útvarpsstjóri hefur náð á þessu sviði í samningaviðræðunum og göngum til afgreiðslu hans á þeim forsendum að með klausunni um „raunvirði“ (1. mgr. 3. kafla) sé átt við sambærilegar verðlagsuppbætur og í tilviki hefðbundinna ríkisstofnana, þar sem bættar eru til fulls kostnaðar- og launahækkanir. Við leggjum ennfremur áherslu á að sérstakar fjárveitingar til leikins innlenda efnis haldi áfram meðan núverandi þrengingaástand varir í fjármálum Ríkisútvarpsins.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira