Innlent

Ásmundur getur „alls ekki“ lýst yfir stuðningi við Sigmundi Davíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Friðriksson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Friðriksson. vísir
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ekki hafa náð miklu af því sem fram fór á þingflokksfundi flokksins áðan en hann var með í gegnum síma frá Suðurnesjum.

Hann segist því ekki geta svarað því hvort að þingflokkurinn styðji Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, en aðspurður um sína afstöðu til ráðherrans segir Ásmundur að lítið sé eftir af dropum þess stuðnings.

Spurður beint út hvort hann styðji Sigmund Davíð til áframhaldandi forsætis í ríkisstjórninni segir Ásmundur:

„Nei, ég get alls ekki lýst yfir stuðningi við hann.“

Það virðist því að vera að fjara undan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar svo ekki sé fastar að orði kveðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×