Innlent

Sigurður Ingi í beinni útsendingu í Ísland í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Sigurður Ingi verður fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld.
Sigurður Ingi verður fyrir svörum í Íslandi í dag í kvöld. Vísir/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson verður í beinni í Ísland í dag Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins og varaformaður flokksins verður í viðtali hjá Íslandi í dag í opinni dagskrá á Stöð 2.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknar hefur stigið til hliðar sem forsætisráðherra landsins. Hann bar sjálfur upp tillögu þess efnis á þingflokksfundi Framsóknar í dag og í tillögunni fólst að Sigurður Ingi tæki við sæti hans. Mörgum spurningum er enn ósvarað um atburði dagsins og framhaldið.

Þátturinn hefst kl. 18.55 og verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Uppfært 19:35

Útsendingunni er lokið. Sigurður Ingi sagðist treysta sér til þess að sefa reiði almennings. Nánar um það hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×