Innlent

Mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknarflokks

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Myndir frá mótmælum gærdagsins.
Myndir frá mótmælum gærdagsins. Vísir
Svo virðist vera að mótmælin sem boðuð höfðu verið á Austurvelli í dag hafi verið færð skyndilega eftir að þau hófust. Nú er mótmælt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.

Um þúsund manns höfðu safnast saman um klukkan 17:30 fyrir utan Alþingishúsið. Boðað var til mótmælana í morgun af samtökum er kalla sig Bein Aðgerð og þá í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði ekki enn sagt af sér. Þetta er aðrir skipuleggjendur en sáu um mótmælin í gær en þeir kalla sig Skiltakallana.

Píratapartýið deildi á Twitter síðu sinni myndskeiði þar sem má sjá mótmælendur yfirgefa Austurvöll. Aðrir hafa svo deild myndum þar sem hópurinn sést ganga framhjá stjórnarráðinu í átt að höfuðstöðvum Framsóknaflokksins.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð hættur

Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×