Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum. vísir/Anton Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira