Innlent

Jón Gunnarsson mætti klyfjaður pítsum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjarni Benediktsson birti mynd af umræddri pítsu.
Bjarni Benediktsson birti mynd af umræddri pítsu. vísir
Útlit er fyrir að fundir þingflokka stjórnarflokkanna gætu dregist á langinn en rétt í þessu mætti Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, með tuttugu pítsur á fund síns flokks. 

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa einn af einum verið kallaðir á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, þar sem þeir eru upplýstir um stöðu mála. Fyrir skemmstu gekk Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á þeirra fund. 

Fregnir herma að Sigurður Ingi taki við forsætisráðuneytinu og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður flokksins, taki við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þess er beðið að Bjarni og Sigurður upplýsi um stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×