Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 13:02 "Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr.,“ segir Aðalsteinn Kjartansson. vísir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco. Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco.
Panama-skjölin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira