Segir óábyrgt að ganga til kosninga nú Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 21:18 Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Örlygur Hnefill Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana. Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir óábyrgt að leyfa þjóðinni að ganga til kosninga á þessari stundu. Mikilvægt sé að klára þau mikilvægu mál sem verið sé að vinna að. Þetta kemur fram á héraðsmiðlinum 641.is í Þingeyjarsýslum. Valgerður Gunnarsdóttir er fyrrum skólameistari á Laugum í Reykjadal og þingkona NA-kjördæmis. Síðustu vikur hafa verið róstursamar í íslenskri pólitík og hávær krafa hefur verið haldið á lofti í mótmælum síðustu daga að ganga til kosninga sem hið snarasta. 22.000 manns fylktu liði á Austurvöll síðastliðinn þriðjudag á mótmæli undir yfirskriftinni „Kosningar strax.“ Valgerður segir það hafa verið afar mikilvægt að náðst hafi að landa áframhaldandi samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hefur verið til farsældar fyrir íslenska þjóð. „Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu.“ Ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í dag. Lilja Alfreðsdóttir kemur ný inn í ráðherraliðið og sest í stól utanríkisráðherra hvar Gunnar Bragi Sveinsson var fyrir á fleti. Hann flytur sig um set í sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytið sem losnaði eftir að Sigurður Ingi settist í stól forsætisráðherra. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins er óbreytt. Ríkisstjórnin hefur gefið það loforð að kosið verði næsta haust og kjörtímabilið því stytt um eitt löggjafarþing. Það hefur þó ekki verið hægt að fá upp úr forystumönnum ríkisstjórnar hvenær nákvæmlega þeir telji heppilegt fyrir þjóðina að ganga að kjörborðinu. Bjarni Benediktsson hefur sagt það ráðast af því hvernig gangi að klára þau þingmál sem stjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á að þurfi að ljúka. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar var harðorður á þingi í morgun og boðaði málþóf í öllum málum og að stjórnarandstaðan myndi taka pontu þingsins í gíslingu. Boðað hefur verið til frekari mótmæla á Austurvelli næstu daga og krafa skipuleggjenda mótmælanna sú að ríkisstjórnin fari frá og boðað verði til kosninga svo fljótt sem verða má. Klukkan eitt eftir hádegi á morgun mun tillaga stjórnarandstöðunnar um vantraust verða rædd á Alþingi og atkvæði greidd um hana.
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira