Eins og sprungin blaðra Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:00 Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Það er hægara sagt en gert að ætla að skrifa um eitthvað annað en ástandið í þjóðfélaginu akkúrat núna. Ég held að það sé að minnsta kosti óhætt að segja að ég geti nú sett mig talsvert vel í fótspor og tilfinningalíf sprunginnar blöðru. Annars er eitt sem er alltaf hægt að tala um þegar manni dettur ekkert annað í hug og það er veðrið.Gluggaveður Ég er virkilega léleg í því að klæða mig eftir veðri. Vanhæfnin sætir auðvitað ákveðinni undrun sé litið til þess að ég hef verið búsett á þessu skeri síðan ég skaust í heiminn. Mér tekst samt alltaf á ótrúlegan hátt að meta aðstæður vitlaust og enda annað hvort alltof vel klædd eða alltof illa klædd. Sem veldur því að mér er ýmist ískalt eða ég er við það að skilja við sökum ofhitnunar. Vegna veðurfars er það reyndar yfirleitt þannig að ég er of illa klædd. Akkilesarhæll minn er gluggaveður og ég á svoleiðis í stökustu vandræðum með að klæða mig á morgnana. Síðustu daga hef ég vaknað í slíkum funhita og sólskini að það mætti halda að ég væri staðsett á ströndinni á Tortóla. Ég klæði mig svo nánast í samræmi við það og um leið og ég stíg út átta ég mig á því að eitthvað hefur misfarist. Helgin Annars er ég mjög spennt fyrir komandi helgi. Þá getur maður einbeitt sér hundrað prósent að því að fylgjast með fréttunum. Það er nefnilega búið að vera örlítið hamlandi að hafa þurft að sinna öðrum erindum í vikunni eins og til dæmis að vinna. Maður má bara ekki missa af neinu – þá skilur maður bara alls ekkert hvað er í gangi. Það er einmitt það sem kom fyrir mig í gær þegar ég fór út að borða með breskum vini mínum sem ég hef ekki séð í sex ár. Síðustu daga er maður auðvitað búinn að vera með puttann á púlsinum. Tuttugu tabs opna í tölvunni, sífellt að refresha Twitter og fylgjast með öllum aukafréttatímunum á rauntíma. Ég myndi því segja að ég hefði verið temmilega vel upplýst um gang mála og fór glöð í bragði út að borða. Ég var úr nettengingu í rúma tvo klukkutíma og þegar ég kom aftur heim skildi ég ekkert. Bara alls ekki neitt. En ég er allavega mjög glöð með helgina og er ekki með neitt planað og mun því haga mínum frídögum í samræmi við næstu fréttir. Vonandi klædd í samræmi við veður í þetta sinn.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30