"Ég var bara með svo fjandi mikla túrverki!“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. apríl 2016 19:30 Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís. Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Átján ára stúlka vill opna umræðuna um sjúkdóminn legslímuflakk sem hún segir stjórna lífi sínu. Fjöldi kvenna á öllum aldri þjáist vegna þessa sjúkdóms en samtök um legslímuflakk fögnuðu tíu ára afmæli í dag. Legslímuflakk eða endómetríósa er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu. Mikill sársauki við og fyrir blæðingar er helsta einkenni sjúkdómsins, auk sársauka við egglos og þvaglos, ógleði, síþreytu og ófrjósemi. Talið er að um tíu prósent kvenna á öllum aldri þjáist af legslímuflakki. Samtök um legslímuflakk fagna tíu ára afmæli í dag af því tilefni sögðu nokkrar konur frá sinni reynslu af sjúkdómnum. Hin átján ára Hafdís Einarsdóttir segir sjúkdóminn að miklu leyti stjórna lífi sínu. „Ég hef misst mjög mikið úr skóla og vinnu. Ég á erfitt með að plana fram í tímann og þarf bara að taka einn dag í einu því þessir verkir koma bara allt í einu. Þeir hafa þannig áhrif að ég þarf alltaf að vera tilbúin,“ segir Hafdís. Hún segir mikla vitundarvaknkngu um sjúkdóminn hafa orðið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu samtakanna en vill þó opna umræðuna enn frekar. „Það er ekkert eðlilegt við það að vera með það slæma túrverki að það líði yfir mann, maður kasti upp eða geti ekki farið í vinnuna. Eða þurfi að taka sterk verkjalyf, það þykir víst ekki eðlilegt. Eftir að þessi samtök komu fyrir tíu árum síðan þá fór þessi vitundarvakning í gang og hugarfarið breyttist,“ segir Inga Jóna Óskarsdóttir sem einnig þjáist af legslímuflakki. Hafdís segist tala opinskátt um sjúkdóminn við fólk. „Algjörlega. Ég bara segi við fólkið í skólanum ef það er eitthvað að spyrja mig hvers vegna ég hafi ekki verið í skólanum - já ég var bara með svo fjandi mikla túrverki! Þetta er ekkert feimnismál og á ekki að vera,“ segir hin átján ára gamla Hafdís.
Tengdar fréttir Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Blæðingar var ógeðslegt orð Erna Jónsdóttir gat ekki eignast börn og vissi aldrei af hverju. Á sjötugsaldri las hún grein og í kjölfarið sjúkdómsgreindi hún sjálfa sig. 5. desember 2015 10:00