„Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í“ Una Sighvatsdóttir skrifar 20. mars 2016 19:00 Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí. Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Hrafn Gunnlaugsson segist ekki skilja hvers vegna sumarhús sem verið hefur í eigu fjölskyldu hans í áratugi teljist nú vera ógn við vatnsvernd borgarbúa. Hrafn stendur í málaferlum við Orkuveitu Reykjavíkur en segist óviss um hve harðan slag hann treysti sér í. Við heimreiðina að Elliðavatnsbletti þrjú í Reykjavík stendur bautasteinn til minningar um Ellen Johanne Sveinsson, með áletruninni „Hún valdi börnum sínum sumarland hér“. Ellen var amma Hrafns Gunnlaugssonar, en sjálfur tók hann við lóðinni og sumarhúsi af móður sinni Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu við andlát hennar. „Hér lék ég mér mikið sem barn og var að rækta mikið með móður minni og ég á miklar minningar og góðar héðan. Ef að þetta hús verður rifið og eyðilagt þá held ég að það bitni nú mest á strákunum mínum litlu og krökkunum í fjölskyldunni. Ekki svo mjög að mér, ég er nú orðinn 67 ára og sé ekki fram á að vera hérna mikið. Ég bý ágætlega á Laugarnestanganum,“ segir Hrafn. Stefnt að niðurrifi allra sumarhúsaHúsið er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur telur nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. „Maður veltir því fyrir sér af hverju þau rök eru að koma upp núna, afhverju þau hafi ekki komið upp fyrir áratugum síðan. Þetta svæði er á neðra vatnsvernarsvæði, það er mjög langt hér fyrir upp í Gvenndarbrunna og varla rennur nú vatn upp í móti,“ segir Hrafn. Hann bætir við að þau fjölskyldan hafi aldrei girt lóðina af heldur geti allir notið svæðisins. „Þetta hefur verið fólkvangur. Það hefur hver sem er mátt fara hér um eins og þeim sýnist, og auðvitað á þetta að vera fólkvangur Reykvíkinga. En maður spyr sig að því hvaða gagn er að því að rífa þetta fallega hús?“Hrafn Gunnlaugsson við sumarhúsið sem reist var árið 2005 á sökkli eldra húss sem reist var 1960.Hefði aldrei reist húsið í óvissu Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960. Steinhúsið sem þar stendur nú er það nýjasta við vatnið því það var reist, með leyfi Reykjavíkurborgar, fyrir aðeins áratug eftir að eldra húsið brann. „Það var móður minni mikið kappsmál að fá að reisa það aftur. Þetta var hennar paradís og sumardvalarstaður, og húsið var reist á sama sökkli. Það er alveg ljóst að hún hefði aldrei reist húsið ef hana hefði órað fyrir því að það væri óvíst um framtíð þess. Það er alveg útilokað,“ segir Hrafn.Telur þetta geta orðið prófmál Hann fer fram á að viðurkenndur verði fyrir dómi ótímabundinn afnotaréttur hans af lóðinni, eða til vara til 75 ára. Hrafn telur þetta geta orðið prófmál á það hvernig einstaklingar standa gagnvart yfirgangi stofnana. En er hann tilbúinn að fara í hart? „Ég veit ekki hversu harðan slag maður vill fara í. Myndi nú vilja finna bara einhverja lausn á þessu mál. Í raun og veru er ég bara að standa vörð um framtíð strákanna minna og fjölskyldunnar og maðru sér ekki svona alveg í stöðunni hvaða tilgangi þetta þjóni. Hvort að hér sé á ferðinni einhvers konar rétttrúnaður sem þarf að hugsa í rólegheitunum.“ Aðalmeðferð í máli Hrafns gegn Orkuveitu Reykjavíkur hefst í byrjun maí.
Tengdar fréttir Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00 Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00 Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00 Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Eigandi sumarhúss segir Orkuveituna sýna vígtennurnar Orkuveitan vill að sumarhús á 26 leigulóðum víki vegna vatnsverndarsjónarmiða 27. október 2015 07:00
Eigendur bústaða ætla ekki að víkja Lögmaður eigenda sumarbústaða við Elliðavatn segir geðþótta og duttlunga ráða för í í þeirri stefnu Orkuveitu Reykjavíkur að byggðin verði rifin. Það yrði skipulagslegt stórslys og borgaryfirvöldum til háðungar. 28. desember 2015 08:00
Vonast eftir sátt við Elliðavatn Orkuveita Reykjavíkur bindur vonir við að sátt náist við eigendur sumarhúsa sem fyrirtækið vill að hverfi af leigulóðum á landi hennar við Elliðavatn. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu sendi lögmaður hluta húseigendanna Orkuveitunni bréf þar sem kröfum og sjónarmiðum fyrirtækisins er hafnað. 6. janúar 2016 08:00
Hrafni gert að hypja sig með sitt frá Elliðavatni Hrafn Gunnlaugsson hefur stefnt Orkuveitu Reykjavíkur sem vill reka hann frá Elliðavatni og brjóta niður sumarhús hans þar. 15. mars 2016 10:07