Fótbolti

Lars með sextíu milljónir í laun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína.
Lars liggur undir feldi og íhugar framtíð sína. vísir/ernir
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er með sextíu milljónir í árslaun en þetta kemur fram á lista sem vefsíðan Finance Football birtir.

Þar segir að Lars sé með 430 þúsund evrur í árslaun og situr Lars í tólfta sæti yfir launahæstu  þjálfarana á EM.

Í efsta sætinu situr Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, en hann er með rúmlega 700 milljónir króna í árslaun. Hér að neðan má sjá listann í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.