Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem óttast ekki vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og segist hafa fórnað eigin hagsmunum í þágu almennings. Hann og eiginkona hans hafa birt samantekt um erlenda félagið Wintris á bloggsíðu Sigmundar.

Þá heldur ítarleg umfjöllun fréttastofu 365 um hryðjuverkin í Brussel áfram en í dag kom til átaka á minningarathöfn í miðborg Brussel í dag þegar hægri öfgamenn byrjuðu að hrópa slagorð gegn innflytjendum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Sem fyrr verður fréttatíminn í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi og má horfa á hann í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×