Biskup Íslands: Við eigum að hjálpa öllum Birta Björnsdóttir skrifar 27. mars 2016 20:00 Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma." Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hóf daginn á guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 8 í morgun. Í predikun sinni lagði Agnes meðal annars út af nýafstöðnum hryðjuverkum í Belgíu. „Við Brussel-búar leyfum hatrinu ekki að vinna, sagði ung kona í viðtali eftir hryðjuverkin á dögunum. Hatrið stýrði voðaverkunum. Hatrið stýrði voðaverkunum um stund. Við leyfum hatrinu ekki að vinna sagði konan. Hatrið leiddi til ofbeldis þar sem saklaust fólk lét líf sitt, aðrir urðu örkumla, enn aðrir særðir og allir miður sín," sagði Agnes meðal annars í predikun sinni. Umræður um trúarbrögð eru fyrirferðamiklar heimsfréttunum, hvort sem um er að ræða fréttir af flóttamönnum, hryðjuverkum eða á sviði stjórnmála, svo fátt eitt sé nefnt. Því spyrjum við biskup að hvaða leyti henni finnist að þjóðkirkjan eigi að taka þátt í þeirri umræðu. „Þjóðkirkjan blandar sér í alla umræðu sem við kemur manninum, manneskjunni og mennskunni. Að því leytinu til blandar hún sér í þá umræðu og kemur með kristinn kærleiksboðskap inn í þá umræðu. Þar sigrar lífið og kærleikurinn en ekki þjáningin og bölið," segir Agnes. Hún segir það skipta máli að kristnir taki þátt í umræðunni þó að hún snúist um önnur trúarbrögð. „Það skiptir líka mjög miklu máli að við vitum hver okkar trú er, fyrir hvað við stöndum og fyrir hvað trúin stendur," segir hún. Agnes segist ekki sammála þeim sem haldi því fram að trúarbrögð margra þeirra sem hingað vilja koma og setjast að, séu illa samræmanleg kristinni trú. „Nei þau eru ekki illsamræmanleg kristinni trú vegna þess að kristin trú gengur út á það að hjálpa manneskjunni hvar svo sem hún er stödd og hvaða lífsskoðun sem hún hefur. Eins og segir í sögunni um miskunnsama Samverjann, við hjálpum öllum. Þegar manneskja liggur í blóði sínu á götunni spyrjum við ekki hverrar trúar hún er heldur hjálpum henni. Það eigum við að gera og það skiptir ekki máli máli hvort fólkið er kristinnar trúar, engrar trúar múslimar eða eitthvað annað," segir Agnes, sem segist jafnframt vona að fólk snúi sér í auknu mæli að trúarbrögðum en afneiti þeim ekki á viðsjáverðum tímum. Það eigi ekki bara við um kristna trú. „Umræðan markast svolítið af því að við vitum ekki hvar við stöndum. Við þekkjum ekki okkar trú nógu vel og því síður annarra trú. Þetta þekkingarleysi býður upp á fordóma."
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira