Heimir: Vona að mönnum sé ekki sama um tapleiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2016 06:30 Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er hér fyrir miðri mynd á æfingu íslenska landsliðsins á keppnisvellinum í Pireus í gær. mynd/ksí/Hilmar Þór guðmundsson Ísland leikur í dag sinn þriðja síðasta leik áður en kemur að stóru stundinni á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi og strákarnir okkar takast á við Cristiano Ronaldo og félaga hans í portúgalska landsliðinu í St. Etienne þann 14. júní. Ísland mætir Grikkjum í vináttulandsleik ytra og munu okkar menn reyna að bæta upp fyrir tapið gegn Danmörku á skírdag. Raunar hefur Ísland aðeins unnið einn af átta leikjum sínum eftir að EM-sætið var tryggt og engan þegar þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið með sitt sterkasta lið. Eftir þessa landsleikjatörn mun Ísland hafa aðeins nokkrar æfingar og tvo æfingaleiki í lok maí og byrjun júní áður en mótið hefst í Frakklandi. Heimir segir að það hafi gengið vel að nýta tímann nú um páskana með landsliðinu og að leikurinn gegn Dönum hafi kennt mönnum mikið. „Við gerum okkur grein fyrir því að sá leikur var ekki góður – langt frá því að vera fullkominn,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið að skerpa á ýmsum hlutum, bæði á æfingum og á fundum, og vonandi fáum við tækifæri gegn Grikklandi til að sýna betri leik.“Ekki sama skerpa í hugsun Heimir efast ekki um að menn hafi lagt sig fram gegn Dönum og lagt sig alla fram. „En það var ekki sama skerpa í hugsun, sem sást til dæmis í því að við töpuðum allt of mörgum návígjum, bæði í vörn og sókn. Það eru einhver prósent í hugarfari sem valda því,“ segir Heimir sem vonar að leikmenn séu ekki ónæmir fyrir tapleikjum, sama þó að um vináttulandsleiki sé að ræða. „Ég vona að mönnum sé ekki sama um að þeir tapi leikjum. Það væri skrýtinn landsliðsmaður sem væri alveg sama um töp,“ segir Heimir en bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að tap í vináttulandsleik í mars hafi áhrif á landsliðið þegar EM hefst. „Það er tvennt ólíkt að hugsa um þessi mál út frá landsliðum annars vegar og félagsliðum hins vegar. Sigur á Grikkjum á morgun [í dag] þýðir ekki endilega að menn mæti með blússandi sjálfstraust í leik gegn Noregi eftir tvo mánuði,“ segir hann en næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló þann 31. maí. „Það sem skiptir meira máli þá er það sem gerist hjá leikmönnunum sjálfum síðustu daga og vikur á undan.“Rennum blint í sjóinn Heimir veit ekki hverju hann á að búast við af Grikkjunum í kvöld. Liðið sé að byggja sig upp eftir slæma undankeppni fyrir EM 2016 og tíð þjálfaraskipti. Fjórum fastamönnum í liðinu hafi þar að auki verið gefið frí í leiknum í dag. „Við erum því að renna blint í sjóinn. Það væri gott ef þeir myndu spila með þrjá miðverði, eins og Danir. Við lærðum mikið af því og erum með lausnir sem við viljum gjarnan útfæra í þessum leik. Það væri gott ef leikmenn gætu sýnt að þeir séu búnir að meðtaka það sem fór úrskeiðis gegn Dönum,“ segir Heimir. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag og fer fram á Karaiskakis-leikvanginum í Pireus-borg, rétt utan höfuðborgarinnar Aþenu. Það er heimavöllur Olympiakos og tekur 33 þúsund manns í sæti. Grikkir mættu þar Svartfellingum á fimmtudag og unnu 2-1 sigur en aðeins þrjú þúsund áhorfendur voru á leiknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Ísland leikur í dag sinn þriðja síðasta leik áður en kemur að stóru stundinni á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi og strákarnir okkar takast á við Cristiano Ronaldo og félaga hans í portúgalska landsliðinu í St. Etienne þann 14. júní. Ísland mætir Grikkjum í vináttulandsleik ytra og munu okkar menn reyna að bæta upp fyrir tapið gegn Danmörku á skírdag. Raunar hefur Ísland aðeins unnið einn af átta leikjum sínum eftir að EM-sætið var tryggt og engan þegar þeir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa verið með sitt sterkasta lið. Eftir þessa landsleikjatörn mun Ísland hafa aðeins nokkrar æfingar og tvo æfingaleiki í lok maí og byrjun júní áður en mótið hefst í Frakklandi. Heimir segir að það hafi gengið vel að nýta tímann nú um páskana með landsliðinu og að leikurinn gegn Dönum hafi kennt mönnum mikið. „Við gerum okkur grein fyrir því að sá leikur var ekki góður – langt frá því að vera fullkominn,“ sagði Heimir í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum verið að skerpa á ýmsum hlutum, bæði á æfingum og á fundum, og vonandi fáum við tækifæri gegn Grikklandi til að sýna betri leik.“Ekki sama skerpa í hugsun Heimir efast ekki um að menn hafi lagt sig fram gegn Dönum og lagt sig alla fram. „En það var ekki sama skerpa í hugsun, sem sást til dæmis í því að við töpuðum allt of mörgum návígjum, bæði í vörn og sókn. Það eru einhver prósent í hugarfari sem valda því,“ segir Heimir sem vonar að leikmenn séu ekki ónæmir fyrir tapleikjum, sama þó að um vináttulandsleiki sé að ræða. „Ég vona að mönnum sé ekki sama um að þeir tapi leikjum. Það væri skrýtinn landsliðsmaður sem væri alveg sama um töp,“ segir Heimir en bætir við að hann hafi ekki áhyggjur af því að tap í vináttulandsleik í mars hafi áhrif á landsliðið þegar EM hefst. „Það er tvennt ólíkt að hugsa um þessi mál út frá landsliðum annars vegar og félagsliðum hins vegar. Sigur á Grikkjum á morgun [í dag] þýðir ekki endilega að menn mæti með blússandi sjálfstraust í leik gegn Noregi eftir tvo mánuði,“ segir hann en næsti leikur Íslands verður gegn Noregi í Ósló þann 31. maí. „Það sem skiptir meira máli þá er það sem gerist hjá leikmönnunum sjálfum síðustu daga og vikur á undan.“Rennum blint í sjóinn Heimir veit ekki hverju hann á að búast við af Grikkjunum í kvöld. Liðið sé að byggja sig upp eftir slæma undankeppni fyrir EM 2016 og tíð þjálfaraskipti. Fjórum fastamönnum í liðinu hafi þar að auki verið gefið frí í leiknum í dag. „Við erum því að renna blint í sjóinn. Það væri gott ef þeir myndu spila með þrjá miðverði, eins og Danir. Við lærðum mikið af því og erum með lausnir sem við viljum gjarnan útfæra í þessum leik. Það væri gott ef leikmenn gætu sýnt að þeir séu búnir að meðtaka það sem fór úrskeiðis gegn Dönum,“ segir Heimir. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag og fer fram á Karaiskakis-leikvanginum í Pireus-borg, rétt utan höfuðborgarinnar Aþenu. Það er heimavöllur Olympiakos og tekur 33 þúsund manns í sæti. Grikkir mættu þar Svartfellingum á fimmtudag og unnu 2-1 sigur en aðeins þrjú þúsund áhorfendur voru á leiknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00