Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 13:00 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer með hlutverk lögreglukonunnar Hinriku í ófærð og virðast Bretar vera yfir sig hrifnir af henni. vísir/Valli Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets
Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Fleiri fréttir Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Sjá meira
Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00