Innlent

Fundað í álversdeilunni í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Engin lausn í sjónmáli, segir talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík.
Engin lausn í sjónmáli, segir talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. Vísir/Anton Brink
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í álversdeilunni klukkan fimm í dag. Tvær vikur eru frá því að deiluaðilar settust síðast við samningaborðið en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til fundar innan tveggja vikna, óski deiluaðilar þess ekki sjálfir.Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir fátt benda til þess að lausn sé í sjónmáli. „Það hefur ekkert komið fram þannig að menn séu að færast nær hvor öðrum. Það eru einhverjar þreifingar en það kemur bara í ljós hvort eitthvað gerist,“ segir Gylfi.Hafnarverkamenn á Straumsvíkurhöfn lögðu niður störf fyrir tveimur vikum. Sólarhring síðar úrskurðaði sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að yfirmenn hjá Rio Tinto mættu lesta áli um borð í skip til útflutnings. Næsta flutningaskip er væntanlegt til Straumsvíkurhafnar síðdegis.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.