Innlent

Stjórnendur í álverinu fá frí í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá Straumsvík
Frá Straumsvík Vísir/Vilhelm
Flutningaskip sem átti að koma að Straumsvíkurhöfn í gærkvöldi seinkar um tæpan sólarhring vegna veðurs. Búist er við að lestun hefjist síðdegis eða í fyrramálið, að sögn Gylfa Ingvarssonar, talsmanns starfsmanna álversins. Stjórnendur sem hafa séð um útskipun á meðan hafnarverkamenn eru í verkfalli fá því frí í dag.

„Það er áætlað að skipið komi um klukkan sex í dag en það fer eftir veðri. Losun hefst svo væntanlega í kvöld eða á morgun,“ segir Gylfi.

Hann segir stöðuna í kjaraviðræðunum enn óbreytta en ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til formlegs fundar klukkan 17 í dag. „Þessi fundur var í raun bara boðaður út af tímamörkum, en það á að funda á tveggja vikna fresti,“ segir hann.

Aðspurður segist Gylfi ekki eiga von á árangursríkum fundi. „Það hefur ekkert komið fram þannig að menn séu að færast nær hvor öðrum. Það eru einhverjar þreifingar en það kemur bara í ljós hvort eitthvað gerist“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×