Hip hop-senan hertekur Húkkaraballið Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. mars 2016 07:00 Herra Hnetusmjör hefur náð markmiðið sínu, að koma fram á Solstice 2015 og í Eyjum 2016. vísir/vilhelm Nokkur af heitustu nöfnum hip hop-senunnar á Íslandi koma fram á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í ár en það eru GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas sem koma fram á ballinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er geggjað að fá að spila á Þjóðhátíð í Eyjum, ég hef aldrei farið þangað áður,“ segir tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, tekur í sama streng: „Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður og ég hlakka bara til að spila. Ég veit ekki hversu spenntur ég er því ég var bara að fá að vita að ég sé að fara að spila þarna,“ segir rapparinn GKR léttur í lundu. Annar rappari, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur einnig verið geysilega vinsæll undanfarið ár en hann hefur aldrei farið á Þjóðhátíð. „Mér líst bara megavel á þetta, það er sturlað að vera að fara að spila í Eyjum. Ég setti mér markmið þegar ég byrjaði að rappa að ég ætlaði að spila á Solstice 2015 og að spila í Eyjum 2016 og það er að ganga upp,“ segir Herra Hnetusmjör fullur tilhlökkunar.Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári Vísir/Anton BrinkÍ fyrra kom Páll Óskar fram á Húkkaraballinu en ballið markar að nokkru upphaf þeirrar tónlistarveislu sem fram undan er á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Allir listamennirnir sem fram koma á Húkkaraballinu í ár hafa verið mjög vinsælir undanfarið ár. Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári og í kjölfarið fylgdu lög á borð við San Francisco og Snowin. GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininn því það varð mjög vinsælt. Þá hefur Herra Hnetusmjör einnig verið að gera það gott og voru lögin Selfie, Hvítur bolur og Jámarh sem komu út á síðasta ári mjög vinsæl.GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininnVísir/Anton BrinkÞó svo að þetta sé fyrsta Þjóðhátíðin hjá þeim félögum hafa þeir Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör í hyggju að dvelja örlítið lengur á Heimaey eftir Húkkaraballið. „Ég er mjög spenntur og það kemur jafnvel til greina að maður verði í Eyjum yfir helgina, ég væri geggjað til í það. Ég hef aldrei verið í kreðsu sem hefur ákveðið að fara til Eyja um verslunarmannahelgina og svo hef ég líka svo oft verið í útlöndum á þessum tíma,“ segir Sturla Atlas. „Það er allt krjúið að fara þannig að ef það er eitthvað geðveikt veður þá erum við ekkert að fara taka fyrstu vél heim,“ bætir Herra Hnetusmjör við. GKR er þó á öðru máli er varðar staldur í Eyjum. „Ég held ég verði ekki yfir helgina. Ég held ég spili og fari svo aftur til baka,“ segir GKR léttur í lundu. Allir eru þeir að vinna í nýju efni og má því vænta þess að helstu slagarar verði fluttir á ballinu í bland við nýtt efni. Húkkaraballið fer fram fimmtudaginn 28. júlí en ekki liggur fyrir hvar ballið fer fram, það hefur ýmist farið fram Höllinni, Fiskiðjusundinu eða Týsheimilinu. Miðasala fer fram á dalurinn.is. Tengdar fréttir Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Nokkur af heitustu nöfnum hip hop-senunnar á Íslandi koma fram á Húkkaraballinu í Vestmannaeyjum í ár en það eru GKR, Herra Hnetusmjör og Sturla Atlas sem koma fram á ballinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, það er geggjað að fá að spila á Þjóðhátíð í Eyjum, ég hef aldrei farið þangað áður,“ segir tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas. Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, tekur í sama streng: „Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð áður og ég hlakka bara til að spila. Ég veit ekki hversu spenntur ég er því ég var bara að fá að vita að ég sé að fara að spila þarna,“ segir rapparinn GKR léttur í lundu. Annar rappari, Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur einnig verið geysilega vinsæll undanfarið ár en hann hefur aldrei farið á Þjóðhátíð. „Mér líst bara megavel á þetta, það er sturlað að vera að fara að spila í Eyjum. Ég setti mér markmið þegar ég byrjaði að rappa að ég ætlaði að spila á Solstice 2015 og að spila í Eyjum 2016 og það er að ganga upp,“ segir Herra Hnetusmjör fullur tilhlökkunar.Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári Vísir/Anton BrinkÍ fyrra kom Páll Óskar fram á Húkkaraballinu en ballið markar að nokkru upphaf þeirrar tónlistarveislu sem fram undan er á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Allir listamennirnir sem fram koma á Húkkaraballinu í ár hafa verið mjög vinsælir undanfarið ár. Sturla Atlas sló í gegn þegar hann sendi frá sér lagið Over Here í maí á síðasta ári og í kjölfarið fylgdu lög á borð við San Francisco og Snowin. GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininn því það varð mjög vinsælt. Þá hefur Herra Hnetusmjör einnig verið að gera það gott og voru lögin Selfie, Hvítur bolur og Jámarh sem komu út á síðasta ári mjög vinsæl.GKR sendi frá sér lagið Morgunmatur í október á síðasta ári og má segja að lagið hafi skotið honum upp á stjörnuhimininnVísir/Anton BrinkÞó svo að þetta sé fyrsta Þjóðhátíðin hjá þeim félögum hafa þeir Sturla Atlas og Herra Hnetusmjör í hyggju að dvelja örlítið lengur á Heimaey eftir Húkkaraballið. „Ég er mjög spenntur og það kemur jafnvel til greina að maður verði í Eyjum yfir helgina, ég væri geggjað til í það. Ég hef aldrei verið í kreðsu sem hefur ákveðið að fara til Eyja um verslunarmannahelgina og svo hef ég líka svo oft verið í útlöndum á þessum tíma,“ segir Sturla Atlas. „Það er allt krjúið að fara þannig að ef það er eitthvað geðveikt veður þá erum við ekkert að fara taka fyrstu vél heim,“ bætir Herra Hnetusmjör við. GKR er þó á öðru máli er varðar staldur í Eyjum. „Ég held ég verði ekki yfir helgina. Ég held ég spili og fari svo aftur til baka,“ segir GKR léttur í lundu. Allir eru þeir að vinna í nýju efni og má því vænta þess að helstu slagarar verði fluttir á ballinu í bland við nýtt efni. Húkkaraballið fer fram fimmtudaginn 28. júlí en ekki liggur fyrir hvar ballið fer fram, það hefur ýmist farið fram Höllinni, Fiskiðjusundinu eða Týsheimilinu. Miðasala fer fram á dalurinn.is.
Tengdar fréttir Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30 Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00 Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur á Þjóðhátíð 2016 Emmsjé Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. 25. febrúar 2016 06:30
Sverrir Bergmann og Friðrik Dór syngja Þjóðhátíðarlagið í ár Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár en hann samdi einmitt lagið Þar sem hjartað slær sem var Þjóðhátíðarlagið árið 2012. 19. febrúar 2016 07:00
Retro Stefson og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð Retro Stefson og Júníus Meyvant koma til með að spila talsvert af nýju efni á Þjóðhátíð. 4. mars 2016 07:00